laugardagur, 22. nóvember 2008

Siðblindur þingmaður

„Fólk telur réttlætismál að þetta verði skoðað og nú hefur það verið gert svo ég vona að nú sé deilum um þetta mál lokið,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég er síðan alltaf tilbúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði.“

Hér talar greinilega fullkomlega veruleikafyrrtur maður. Siðblinda hans er algjör. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þingmenn og ráðherrar Samfylkingar muni taka á þessu máli.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er hugmynd að stofna flokk, koma 63 mönnum á þing. Þeir myndu síðan segja af sér, varamenn þeirra segja af ser og svoleiðis koll af kolli þartil allir þeganr landsins væru komnir með þessi eftirlaunakjör.

Nafnlaus sagði...

Sigurður Kári á sér fáa líka í siðblindunni. Það er einna helst Annþór og svoleiðis kappar sem hann getur stillt sér upp við.

Nafnlaus sagði...

Sigurður Kári hefur alltaf verið fullur af hroka! Hann er mikill skaði fyrir flokkinn

Nafnlaus sagði...

"Sigurður Kári á sér fáa líka í siðblindunni. Það er einna helst Annþór og svoleiðis kappar sem hann getur stillt sér upp við."

Svona svona ekki tala svona illa um Annþór, ef Anni kemur heim til þín þá hefurðu gert eitthvað til að verðskulda það, Siggi Kári á hinn bógin.....

Nafnlaus sagði...

Nú er þjóðin líka orðin að andstæðingi samkvæmt ISG. Hvað er að þessu liði? ISG sagði á flokksþinginu að þeir sem heimtuðu nýjar kosningar væru andstæðingar Samfylkingarinnar. Mér hefur virst að þjóðin kalli á nýtt fólk þannig að hún hlýtur þá sjálfkrafa að vera andstæðingur Samfylkingarinnar og ISG þannig að Sigurður Kári er ekki einn.

Skyldi það hafa einhverja táknræna merkingu að staðfestigarorðið til að pósta athugasemdinni er „comated“ . Það er glettilega líkt „comatose“.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur,

Ég spyr nú bara í dag. Hver er ekki siðblindur sem situr í stjórn í dag?
Alveg hörmulegt hvernig komið er fyrir okkur. Hverjum er það að kenna? Jú, okkur öllum. En sumir eru "sekari" en aðrir.
Alveg merkilegt að engin stjórnmálamaður í dag virðist eiga til snefil af almennri skynsemi.
Sigurður Kári. Hvað get ég sagt? Jú,kannsk besti vinur aðal?? Sennilegast lýsir það honum bezt? En þetta snýst ekkert um Sigurð, Davíð, Geir og fl....Nöfn og persónur skipta engu lengur. Ég vil bara fá að eiga við fólk sem er samkvæmt sjálfu sér og er með hreina samvisku. Hvað sitja margir á þingi í dag sem eru með hreina samvisku?
Skiptum út öllu þessu fólki. Sama hvort það er í stjórn eða ekki. Þau eru búin að fyrirgera rétti sínum til að sitja að þingi landsmanna.
Ég vil persónugera "ástandið". En ekki hvað? Hvað eru það margir einstaklingar sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem við erum í dag? Kannski gróft 500manns? Burt með þetta fólk, burt!
En þetta sama fólk situr enn í sínum stólum og er að eiga við okkar framtíð.
Hvernig má það vera að Geir H Haarde hefur ekki sagt af sér? Fylgist hann ekki með fréttum? Hann og hans meðreiðarsveinar hafa komið íslensku þjóðinni í meira skuldafen en áður þekkist.

Kæri Guðmundur. Ég gæti haldið áfram lengur, en ég sé ekki tilgang með því. Að sinni.
En vonum að íslenska þjóðin vakni og heimti breytingar.
Kveðja,
Birgir K

Nafnlaus sagði...

Sigurður Kári hefur að ég held aðeins eina "hugsjón" í stjórnmálum. Það er að hægt sé að kaupa vín í matvöruverslunum.

Nafnlaus sagði...

Þetta er vonandi ómerkilegasti maðurinn á Alþingi.

Á borgarafundi í Iðnó 27. október laug Sigurður Kári Kristjánsson því blákalt, að hann hefði ekki getað stutt frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur vegna þess að það fól í sér að réttindi opinberra starfsmanna yrðu áfram betri en almennra launþega.

Sami Sigurður Kári samþykkti að sjálfsögðu sjálftöku og forréttindafrumvarpið 2003. - Þvílíkur ódráttur ! Skilgetið afkvæmi Halldórs Blöndal, Davíðs Oddssonar, Hannesar Hólmsteins og annarra dusilmenna í Sjálfstæðisflokknum.

Og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Jafnaðarmannaflokks Íslands. Hún leggur nú fram annað forréttindafrumvarp í samstarfi við Geir Haarde. Þar hefur landslýður jafnréttishugsjón Ingibjargar í verki.

Rómverji