Er þessa dagana á þingi Finnska rafiðnaðarsambandsins í Tammerfors eða Tampere. Höfuðstöðvar sambandsins eru í Tampere. Í borginni og nálægum héruðum búa tæplega 400 þús. manns eða svipað og heima.
Var fenginn til þess að fara yfir aðdraganda íslensku kreppunnar og eins það sem gerst hafi frá því hún skall á. Finnar kannast vel þá stöðu sem við erum að fara inn í og eins kannst þeir vel við hvernig stjórnmálamenn brugðust við. Þegar þeir fengu yfir sig djúpa efnahagslægð 1990 blasti við þeim eins og heima á Íslandi hversu duglitla stjórnmálamenn þeir höfðu.
Finnskir stjórnmálamenn sem höfðu verið virkir þátttakendur í aðdragandanum með bankamönnum, töldu sig vera þeir einu sem væru hæfir til þess að stýra þjóðinni upp úr lægðinni. Allt fór á versta veg, atvinnuleysi jókst og fór upp í 40% á sumum svæðum í Finnlandi og mörg heimili hrundu til grunna. Það var ekki fyrr en eftir rúmt ár sem Finnum tókst að hrekja af höndum sér hina gerspilltu stjórnmálamenn og hefja tiltekt í bankalífinu. Með nýju og dugmiklu fólki tókst þeim svo að hefja markvissa uppgöngu.
Enn þann dag í segjast Finnar vera að bíta úr nálinni fyrir að hafa ekki tekið strax á stjórnmálamönnunum. Það hefði kostað þjóðfélagið meira í styrkjum að koma fótunum undir þau heimili sem hrundu, en ef tekið hefði verið strax á málinu. Sama gildir um hversu lengi stjórnmálamenn voru að taka á við sér hvað varðar atvinnulífið.
Það ber öllum fulltrúum Norðurlandanna hér á þinginu saman um að það hafi verið gefið of fljótt eftir við íslenska stjórnmálamenn. Loforð íslenskra ráðherra eftir 7 vikna þras þeirri um betrumbót fannst norðurlandamönnum vera lítils virði. Í því sambandi bentu þeir á umæli forsætisráðherra um að Norðurlöndin væru ekki miklir vinir, fyrst þau létu hann ekki strax fá allt sem hann bað um. Eins hafa ummæli Davíðs Oddssonar vakið mikla furðu. Vegur íslenskra stjórnmálamanna liggur ekki hátt þessa dagana hjá norðurlandamönnum.
2 ummæli:
Góð grein, ég held að Islendingar þurfi að sjá hvað Finnar fóru langt niður áður en þeir fóru að vinna sig uppúr vandanum aftur, það er hræðilegt að lesa greinar um ástandið sem skapaðist í Finnlandi og það virðist stefna í sömu átt hjá okkur vegna getuleysis stjórnvalda sem eru að fara með fjölskyldur og atvinnulífið til fjandans.
Kjarni málsins, Guðmundur.
mkv
Doddi
Skrifa ummæli