fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Óværan

Ræða forseta yfir sendiherrum einkennist af sömu sjónarmiðum sem ráðherrar hafa haldið að almenning. Smuguhugsunarhátt. Við erum öðruvísi en aðrir og aðrir eiga að taka tillit til þess. Við sleppum bara úr þessari kreppu ef aðrir skilja okkar sérstöðu.

Erlendir aðilar skilja ekki þessa sérstöðu og munu ekki gera; Örgjaldmiðil, himinháa vexti og svimandi viðskiptahalla. Við viljum hafa krónuna því þá getum við lækkað laun án blóðsúthellinga, segja stjórnendur þeirrar efnahagstefnu sem fylgt hefur verið. Við viljum opna markaði en samt ekki vera fullir aðilar af því fylgja skilyrði. Við viljum fá að njóta skjóls af evrunni og því öryggi sem hún býður upp á en við viljum ekki vera fullir aðilar ESB. Þennan hugsunarhátt skilur engin í nágrannalöndum okkar, og ræða forseta honum til skammar.

Forsetinn og ráðherrar eru fyrirfram búnir að setja alla ábyrgð á nágranna okkar. Ef nágrannalönd koma okkur ekki til hjálpar verður það þeim að kenna að hér skall á kreppa og atvinnuleysi. En ef þeir koma okkur til hjálpar og verður það líka þeim að kenna ef við getum ekki haldið áfram á sömu braut og við höfum fylgt.

Við höfum horft upp á auðmennina fara um veröldina með forsetann og ráðherra í fararbroddi. Sitjandi á fremsta bekk á tónleikum sem eingöngu voru opnir auðmönnum og ráðherrum.

Við erum með samfélag og æðstu stjórnendur sem eiga að setja upp leikreglur og sjá til þess að þeim sé fylgt. En forsetinn og ráðherrar gleymdi sér í markaðshyggjunni með auðmönnunum og spillingin óx. Uppgjör hefur blasað við, þjóðfélagið er að hrista af sér óværuna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk Guðmundur. Forsetinn hefur endanlega gert út af við trúverðugleika sinn og getu til að sinna embættinu. Hlegið er að ræðum hans víða um heim.
Hann gekk í lið með auðvaldinu gegn þjóðinni. Taldi sig of fínan fyrir venjulegt fólk. Þáði ferðir í einkaþotum mannanna sem sett hafa þjóðina á hausinn.
Forsetinn verður að segja af sér. STRAX. Síðan leggjum við embættið niður og notum peninga í þörf verk og góð.

Nafnlaus sagði...

Ekki hafa neinsstaðar sést svör við því hvað varð um IceSave peningana. Getgátur eru uppi um að raunverulegir lánardrottnar aðaleigenda bankans hafi náð þeim með einum eða öðrum hætti. Slíkum getgátum þarf að eyða, þ.e.a.s ef þær eru rangar. Annars þarf ákveðin viðbrögð og þar þurfum við liðsinni ESB og ekki síst Breta.