Eftir að hafa skoðað ræðu Davíðs og viðbrögð ríkisstjórnarinnar hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða beinagrindur Davíð sé með í skápum sínum sem ráðherrar hræðast svona.
Enginn maður með minnstu virðingu fyrir sjálfum sér sæti undir þessari ákæru. En ráðherrar ríkisstjórnarinnar láta þetta yfir sig ganga og reyna á vesældarlegan hátt að bera hönd fyrir sig.
Viðskiptaráðherra fær herfilegustu útreiðina fyrir utan Davíð sjálfan, sem sýnir sinn innri mann.
Hvenær skildu þessir menn standa upp? Hvað þarf til?
8 ummæli:
Það er furðulegt að Ingibjörg Sólrún skuli veita honum syndakvittun og taka fram að ekkert sé að í hans starfi annað en pólitísk fortíð. Þetta kemur þvert á álit margra virtra hagfræðinga hérlendis sem erlendis.
Vesaldómur Samfylkingar er að verða himinhrópandi.
Já, þetta er með ólíkindum.
Hvaða tak hefur DO eiginlega á ríkisstjórninni?
Guðmundur? Hlustaðir þú alla ræðuna eða ertu að dæma út frá fjölmiðlaumfjöllun? Ég nefnilega var í þeim hópi sem gagnrýndi Davíð mikið en hef kúvent minni afstöðu eftir ræðuna hans...
Mönnum verður tíðrætt um það að ónefndur Seðlabankastjóri læsi að sér á morgni, skoði mikið "innistæður" í vínskápnum og komi reglulega fram til að fara með ljóð.
Svo er líka rætt um það að þegar viðkomandi stjóri fær heimsóknir frá ónefndum ráðherra, þá sé læst að og ónefndi ráðherrann sitji undir öskrum Seðlabankastjórans.
Þetta eru sögur sem maður heyrir frá starfsfólki í Seðlabankanum, afhverju er maðurinn enn að vinna þarna? Ég spyr sömu spurningar, hvaða beinagrindur eru í skápnum við hliðina á vínskápnum?
Mögulegur vinkill væri eitthvað á þessa leið.
Enginn vill segja af sér, það kemur svo illa út í næstu kosningum.
Enginn vill slíta ríkisstjórnarsamstarfinu það kemur einnig svo illa út í næstu kosningum.
Davíð reynir að æsa samfylkinguna upp í að slíta stjórnarsamstarfinu með nýrri ræðu. Dúndrar í allar áttir svo það verði ekki of áberandi.
Samfylkingin situr þetta hins vegar af sér með herkjum (en Ingibjörg var mjög reið í kvöldfréttunum í gær) ERGO sjálfstæðisflokkurinn sittu upp með stærsta hluta ábyrgðarinnar...
1994 - verkalýðsleiðtogi í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn - þú?. Er það beinagrind?
Þetta eru neðanmálsmenn,aumingjar.
Orðnir gersamlega siðblindir.
Þeim er vorkunn,þeir eiga bágt.
Við verðum að leiða heila settið út og í steininn með þá alla.
Öðruvísi breytist ekkert á skerinu!
Stóra beinagrindin sem Davóður er að fela er mútuféð/hagræðingarféð sem hann fékk frá Decode.
Það er geymt í Andorra.
Skrifa ummæli