föstudagur, 14. nóvember 2008

Mótmæli

Breiðfylking gegn ástandinu

Ræðufólk á Austurvelli, laugardaginn 15. nóv.klukkan 15.00 2008

Andri Snær, rithöfundur
Viðar Þorsteinsson heimspekingur
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur

Mætum öll í friðsamleg mótmæli, sýnum samstöðu!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Guðömundur - mig langar að spyrja um afstöðu þína sem verkalýðsforingja um nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnar um atvinnuleysistryggingasjóð?

Þeir sem höfðu laun undir 300.000 krónur á mánuði fá 158.000 krónur í atvinnuleysisbætur á mánuði.
Ef þú hafðir laun yfir 300.000 krónum á mánuði, færðu 220.000 krónur í atvinnuleysisbætur.
Hef ekki séð einn verkalýðsforingja gera athugasemdir við þetta.
Hvað segir þú um þetta mál?

Guðmundur sagði...

Sæl Alma
Það hefur tekið verkalýðshreyfinguna áratuga baráttu að ná fram tekjutengingu á atvinnuleysisbætur. Það er einn stjórnmálaflokkur sem hefur staðið mjög fast gegn þessu. Þessi flokkur er reyndar búinn að vera sá valdamesti um alllangt skeið.

Rök hans hafa verið sú að ekki eigi að ala verkalýðinn í leti með það háum bótum að hann hangi heima frekar en að vinna, svo ég noti orðalag eins helsta hugmyndafræðings þessa stjórnmálafls.

Það tókst svo loks í fyrra að ná fram þessari tekjutengingu, annars væru allir að fá 140 þús. kr. ef þessi flokkur hefði náð sýnu fram.

ASÍ lýsti því yfir að þetta væri ekki eins og menn hefðu séð þetta fyrir sér, en það væri þó skref í áttina.

Ég er nú svo bjartsýnn að vona að það takist að ná stærra skrefi við næstu kosningar

Nafnlaus sagði...

Já verkalýðsforustan er á svipaðri villugötu og íslensk stjórnvöld.Allgjörlega úr öllum tengslum við umbjóðendum sína.Já það er skrýtið að verkalýðsforustan geri ekki alvarlegar ath.semdir við lagarfrumvarp skúrkana í ríkisstjórn.Fólk sem var með 299 þúsund á að fá 70 þúsund minna í bætur en fólk sem hafði 300 þúsund á mánuði ??? Væri ekki rétt fyrir verkalýðsforustuna að vakna og byrja að vinna fyrir sína umbjóðendur.Hvers vegna ekki að miða við 80 % af launum eins og gert er í Noregi til dæmis ? Hafa lámark og hámark á bótunum.Eins og þetta frumvarp lítur út þá eiga þeir sem höfðu 300 þúsund að fá 73 % rúm meðan þeir sem höfðu 299 þúsund fá 53 % tæp.Finnst þér réttlæti í því ? Það er ekki nóg að vera pabbi Bjarkar og skrifa greinar,það verður að láta verkin tala sannfærandi og á þágu launþega og tilvonandi atvinnuleysinga til að vera alvöru verkalýðsleiðtogi.