föstudagur, 28. nóvember 2008

Hömlur á gjaldeyrisviðskipti

Með lögum um hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sem samþykkt voru í nótt er verið að setja á algjörar hömlur á viðskipti með gjaldeyri, sem mun líklega leiða til þess að minni gjaldeyrir kemur inn í landið því útflytjendur framkvæmi sín viðskipti alfarið erlendis í vaxandi mæli. Með þessum lögum verður vart um að ræða endurfjármögnun erlendra lána atvinnulífsins.

Jöklabréfin illræmdu eru hér upp á 550 milljarða króna og bera 18-20% vexti. Þessar eignir munu á þessu tímabili vaxa í allt að 800 milljarða. Þegar hömlurnar renna út mun allt þetta fé hverfa úr landi - með samsvarandi hruni gjaldmiðilsins.

Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekkert gert til að skapa trúverðugleika á íslenskt efnahagslíf. Formaður efnahags- og skattanefndar ásamt Seðlabankastjóri virðast algerlega andvígir aðgerðaáætlun ríkistjórnarinnar og Seðlabankastjóri ræðst að henni með hótunum.

Afleiðing þessa er vítahringur hafta og minnkandi siðferðis í gjaldeyrisviðskiptum. Tvöfaldur markaður eins og hefur verið að myndast undanfarið. Þetta ýtir undir flótta stórfyrirtækja úr landi á borð við Marel, Össur, Actavís, Hampiðju, Promeks o.s.fr.

Allt er þetta vegna þess að ríkisstjórnin er vanhæf um að taka nauðsynlegar ákvarðanir um ESB og evru vegna andstöðu trénaðrar stjórnar Seðlabanka.

Engin ummæli: