þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Alvöru fólk

Sá í tíu fréttum hvers vegna íslenskir útgerðarmenn vilja ekki ganga í ESB. Þeir vilja fá að veiða án þess að einhverjir útlendingar séu að skipta sér af því þó þeir fari 10 sinnum fram yfir það sem eðlilegt getur talist.

Þetta er reyndar dáldið öðru vísi en ég hélt. Sakir þess að þeir eru svo oft, ásamt sjávarútvegsráðherrum okkar, búnir að koma fram í fjölmiðlum og tala grafalvarlegir um hversu vandlega við þurfum að passa að einhverjir útlendingar komist ekki á íslenska veiðislóð.

En íslenskir útvegsmenn hafa verið að kaupa upp útgerðir innan ESB og hafa reyndar líka frelsi til þess að selja hverjum sem er kvótann „okkar“. Þeir eru nefnilega íslenskir útgerðarmenn.

Svo sá ég líka í fréttunum að ráðherrar eins flokks sem eru búnir að hallmæla ESB svo mikið, telja að okkur sé ekki borgið nema við íslendingar fáum að njóta þeirra öryggisjóða sem ESB er búið að byggja upp. En við viljum samt ekki vera þátttakendur í því að byggja upp þetta öryggi.

Já það eru allir svo vondir við okkur. Norðurlöndin vilja ekki lána okkur aur, þau eru svo ósanngjörn að um heimta að við tökum til og hættum að sóa peningum í vonlaus útrásardæmi og gefa út fríblöð.

ESB er líka ósanngjarnt við okkur.

Svo sá ég líka í fréttunum til hvers aðstoðarmenn þingmanna eru. Þeir kunna nefnilega að senda út nafnlausa pósta og ljósrita.

Það væri kannski ráð að þeir segðu af sér, það er reyndar ekki hægt. En þeir gætu sagt sjálfum sér upp, það er alltaf hægt að ráða nýja.

Það er ósangjarnt að ætlast til þess að íslenskir þingmenn segi af sér.

Svo maður tali nú ekki um ráðherra sem hafa unnið prófkjör vegna þess að þeir fengu gefins félagalista íþróttafélaga.

Þetta eru nefnilega íslenskir ráðherrar, þeir eru sko alvöru.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það eru allir verlega leiðinleigir við okkur. Við sem silgdum með fisk til bretlands á stríðsárunum og létum Hollendinga fá teppi þegar einhver stífla brast. Bara vegna þess að við stálum nokkrum pundum og evrum. Við bara munum ekki hverjum við lánuðum þessa peninga

Nafnlaus sagði...

Góður pistill Guðmundur !
Enn nú þarf eitthvað annað og meira svo miklu,miklu meira.
Og biðla ég nú til þín vegna þess að ég er í VR og að augljósum ástæðum á ég ekki von á neinni glætu frá þeim kontor.Nú VERÐUR verkalýðshreyfinginn að beita sér og fara í einhverjar aðgerðir með hinum venjulega launþega.og líka virkilegar aðgerðir með t.d með ÖLL húsnæðislánin.'Í þeim pakka þarf að þjarma að ríkistjórninni svo vægt sé til orða tekið,semsagt express aðgerir NÚNA,við erum að brenna út á tíma.Það er deginum ljósara að allt sem áunnist hefur hvað varðar laun,og réttindi ýmiskonar eru að fjara út.Þegar ég segi réttindi þá meina ég t.d það sem kom fram m.a. í viðtalinu við Sigurbjörgu Árnadóttur (sem upplifði kreppuna í Finnlandi)í morgunþætti á RUV hægt að nálgast það hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
en þar kemur fram að það varð ekki EINUNGIS atvinnuleysi sem hrjáði Finnanna, heldur notfærðu atvinnurekendur sér þá sem eftir urðu á vinnumarkaðnum og kreistu hvern blóðdropa þar. og afraksturinn varð starfskulnun og er ennþá hjá stórum hluta af heilli kynslóð Finna, svo ég tali nú ekki um alla hina fylgikvillana þ.e.þunglyndi,depurð. Enn ég geri mér það fullljóst að verkalýðsforustan getur þetta ekki ein og sér fólkið þarf að fylgja með,ég hef nú til þessa mætt á alla fundina á Austurvelli enn betur má ef duga skal. Höldum áfram að berjast,virk og einbeitt.

Nafnlaus sagði...

Þú talar mjög um siðbót þessa dagana og bendir fingri á pólitíkusana.

Ég sé áberandi auglýsingu frá Rafiðnaðarsambandinu á vefmiðlinum sem þú skrifar á, ekki öðrum fréttamiðlum. Geturðu útskýrt það hver innan sambandsins tekur ákvörðun um auglýsingar, hvar þær skuli birtar og aðra skilmála?

Þetta á ekki að vera smjörklípa en vil aðeins benda á eitthvað sem almúgamanni virðist lykta af spillingu en á sér eflaust háleitari skýringu. Meðlimir Rafiðnaðarsambandsins hljóta að eiga þann rétt að bókhald þess (í víðum skilningi) sé þeim opið.

Nafnlaus sagði...

Svo væri gott að bæta við þetta að okkur aumingjana, sem erum látnir borga brúsann, langar voðalega mikið að vita hvað varð um allar stóru upphæðirnar sem fólkið í útlöndum lagði inn á IceSave og hvað þetta nú hét allt saman. Einhver sagði að höfuðstöðvar vissra samtaka væru í St. Pétursborg.