fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Skilanefndirnar

Í hverri fréttinni á fætur annarri í kvöld staðfestist á hversu miklum villigötum íslensk stjórnvöld eru búin að vera undanfarin misseri. Nú virðist röðin vera komin að neyðarlögunum og skilanefndunum.

Það virðist stefna í endalaus málaferli þegar gömlu bankarnir verða settir í gjaldþrot. Erlendir bankar og innlendir aðilar munu þá stefna fyrir dómstóla hverju einasta atriði sem skilanefndirnar komu að.

Starfsaðferðir ríkisstjórnar og skilanefndir séu ekki þótt ótrúlegt sé ekki í samræmi við íslensk gjaldþrotalög. Trúverðugleiki Íslands er enn að laskast með óbætanlegum hætti.

Enn frestast að hægt sé að hefja uppbyggingarstarfið og enn fleiri missa vinnuna og fleiri heimili falla í valinn. Hún er orðin ansi ókræsileg slóðin ríkisstjórnarinnar.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einhver sagði mér frá því að á Íslandi væri svo vel menntað fólk !

Svo var mér sagt að hér væru margir háskólar !

Hvað er þetta menntaða fólk að læra í þessum háskólum ?

Það er greinilega eitthvað mikið að , ef allt menntaða fólkið getur ekki notað menntun sína í venjulegri vinnu !
Eða var ekkert menntað fólk notað til þess að vinna þessa vinnu ?

Nafnlaus sagði...

Í bráðum tvo áratugi hafa íslenskir stjórnmálamenn haft hugann við sérhagsmuni. Ekki almannahagsmuni. Þegar nauðir reka þá til þess að huga að því síðarnefnda, þá reynast þeir óhæfir til þess.

Ekki vantar fimi þeirra og hugvitssemi þegar fjallað er um mál eins og eftirlaun og aðstoðarmenn. Almannahagsmunir eru þeim aftur á móti ofviða.

burt með ríkisstjórnina. Við þurfum utanþingsstjórn. Neyðarstjórn.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ekki nema eðlilegt ástand!
Hér stjórna glæpamenn með harðann brotavilja.
Þeir eru allir á fullu að hylja þjófaslóðirnar, og ef það tekst ekki þá eru vinir Davíðs í Héraðsd.og Hæstarétti klárir að bakka þjófana (vini Davíðs) upp.
Svo ekki sé minnst á Ríkislögreglustjóra sem velur mál að skipan Davíðs!

Hvílíkt Fasistaríki Ísland.

Nafnlaus sagði...

Menntað fólk já. Hvernig er starfsreynslan hjá þessu fólki í flestum tilfellum? Hún er yfirleitt þannig að íslenskir sérfræðingar eru yfirleitt að vasast í 100 ólíkum hlutum og vita lítið um margt. Þetta hefur líklega að hluta til orðið okkur að falli, sérfræðingar okkar eru einfaldlega ekki nægilega sérhæfðir, vita ekki nægilega mikið um fátt.

Nafnlaus sagði...

Þetta er skelfilegt ástand. Svo er verið að semja bak við tjöldin um Icesave og hvað þetta nú allt heitir. Búið að samþykkja að íslenskir sparifjáreigendur fái að hámarki 20.00 EUR fyrir sínar innstæður að hámarki, meirihluti hlutafjár í bönkunum verði seldur (á brunaútsölu) erlendum bönkum og þar með fylgir kvótinn, Landsvirkjun er löngu gjaldþrota og tapar 25 milljónum á dag á Kárahnjúkavirkjun eftir verðfall á áli, sem ekki sér fyrir endann á, og ISG búin að semja við "vin" sinn Jonas Gahr Störe um að Norðmenn megi skábora inn undir Drekasvæðið. Er eitthvað eftir handa okkur annað en skuldaklafar?

Nafnlaus sagði...

nafnlaus #5:

Þessi staðhæfing með Landsvirkjun stenst ekki.

þegar samningar vegna Kárahnjúkavirkjunar voru gerðir var álverð í ca. 1700$/tonn.

álverð er ennþá yfir 2000$/tonn.

því meikar það ekki sens að allt sé hrunið út af álverði.

Öddi

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus #5 skrifar Ödda:
Þú eiginlega staðfestir með orðum þínum það, sem ég vildi ekki segja; að Kárahnjúkaprojektið stóðst aldrei. Áætlunin, sem lagt var upp með, reyndist kolröng og alltof lág, eins og þú getur fengið staðfest hjá Landsvirkjun sjálfri. Þú heitir kannski réttu nafni Þorsteinn Hilmarsson?

Nafnlaus sagði...

Sæll Nafnlaus #5.

Ég ber ekki nafnið Þorsteinn, heldur Örn Guðmundsson.

Ég starfaði sem verkfræðingur við uppbygginguna fyrir austan, fékk þó aldrei að sjá réttu tölurnar. Ég fékk hins vegar að sjá að forsendur reikningana var að miðað var við 1700$/tonn af áli, og var svo reiknað soldið "worst-case" út frá því, þannig að talan sem hefur verið notuð hefur líklega verið í kring um 1500$/tonn.

Ég ætla ekki að rengja það að reiknað hafi verið vitlaust í þeim pælingum öllum - satt að segja vita örfáir um hvað sé rétt eða rangt þar, en ég vildi bara árétta að álverð er enn þá töluvert yfir því sem forsendur voru.

Það sem ég held hins vegar að sé að gerast með LV er að skuldir út af KHV séu orðnar ofboðslegar, útaf gengi, ekki út af álverði (þótt það geri illt verra).

Pointið var: Álverðið er ekki ástæða slakrar stöðu LV, heldur gengi.(álverð hjálpar þó til með stöðuna (í ranga átt)). Kannski var það heimskulegasta við KHV projectið að hafa lánin í erlendri mynt, og gefa þau svo upp á móti eignum í íslenskum krónum ?

Öddi