föstudagur, 7. nóvember 2008

Mótmæli

Opið bréf til formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna

Kæri viðtakandi!

Mánudaginn 27. október héldu nokkrir áhugasamir borgarar opinn borgarafund í Iðnó. Markmiðið var að koma á beinum samræðum milli stjórnmálamanna og almennings.

Fundargestir voru rúmlega 300 talsins, mikill hiti í fólki og undirliggjandi reiði, meðal annars yfir þögn ráðamanna um hvert íslenskt samfélag stefnir. Á fundinn mættu 12 alþingismenn og svöruðu sumir þeirra spurningum fundargesta.

Næstkomandi laugardag, 8. nóvember kl. 13:00, verður haldinn annar opinn borgarafundur í Iðnó þar sem skorað er á formenn og varaformenn stjórnmálaflokka að mæta og sitja fyrir svörum.

Fjórir frummælendur taka til máls: Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi, og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til að svara. Hljóðkerfi verður komið fyrir í anddyri Iðnó og utandyra. Fundurinn verður tekinn upp og endurfluttur á Rás 1 í næstu viku.

Ráðamenn! Þetta er einfaldasta form lýðræðisumræðu sem hugsast getur – að þeir sem stjórna landinu tali milliliðalaust við fólkið og hlusti á umkvartanir þess, spurningar og hugmyndir. Við skorum því á ykkur, formenn og varaformenn flokkanna, að mæta á fundinn. Gert er ráð fyrir einum fulltrúa frá hverjum flokki á sviðinu.

Við erum ekki bara mótmælendur – við erum viðmælendur.F.h. undirbúningshóps,Gunnar Sigurðsson, leikstjóri s. 897-7694 gus@mmedia.is Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur 864-7200 david@ljod.ishttps://postur.rafis.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.borgarafundur.org/

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri forvitnilegt að heyra hvort afstaða þín til gjörða formanns VR varðandi niðurfellingar á ábyrgðum hjá Kaupþingi er su sama og til annara sem tekið hafa þátt í sambærilegur spillingargjörningum? Er það ekki verkalýðshreyfingunni varasamt að forustumenn hennar skuli dragast inn í spillingarvefinn? Hvað finnst þér rétt að formaður VR geri?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.

Hvernig væri að ASÍ og/eða Rafiðnaðarsambandi lýsti yfir stuðningi við frumvarp Vg um afnám eftirlaunaóþverrans (sambærilegt við frumvarp þingmanna Samfylkingar um sama mál frá fyrra þingi)

http://visir.is/article/20081106/FRETTIR01/735811405/-1

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Sigurður M.
Þetta er algjörlega FRÁBÆRT framtak þessir fundir, það ætti í raun að lögleiða þá. Lýðræðisfundir sem þessir ættu að vera partur af nýrri menningu Íslendinga. Stjórnmála menn ættu að sitja fyrir á svona fundi að minnstakosti einu sinni í mánuði,,þeir þroskast á því.

Guðmundur sagði...

Mín skoðun á þessum "afskriftum" á láqnum hefur legið fyrir og komið fram í viðtölum.

Þetta gengur ekki upp og segir allt sem segja þarf um hugarfar ag afstöðu þeirra sem að þessu stóðu.

Ég get ekki skipt mér af því hvað menn í öðrum stéttarfélögum gera.

Við í Rafiðnaðarsambandinu setjum okkar starfsreglur og starfsmönnum er gert að fara eftir þeim.

Auk þess erum við þátttakendur í að setja starfsfólki ASÍ reglur.

Hvað varðar Gunnar Pál að öðru leiti þá er þetta fínn drengur, ég þekki hann vel og hann á heima hér upp í Grafarvogi ekki langt frá mér.

Nafnlaus sagði...

Einkennisorð á síðustu ársskýrslu VR eru Virðing-Réttlæti. Hvorki sultufroðan Gunnar Páll né stjórn VR hafa enn ekki tileinkað sér þau.

Nafnlaus sagði...

Hvet alla til að mæta síðan á útifundinn Kl 15.

Nafnlaus sagði...

Bið menn um að vera ekki velta okkur uppúr því hvað formaður VR heitir. Bara menn eiga ekki að koma sér í þessa aðstöðu, enda var búið að vara VR við að formaðurinn myndi setjast í stjórn KB Banka. Þettað er það sama sem við eigum við að etja með stjórnarmenn í verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum, það geta ekki sömu menn verið í báðum stjórnunum. Hvernig getur maður fyrir hádegi hrópað um lækkun vaxta enn eftir hádegi á stjórnarfundi í lífeyrissjóði hækkað vexti? ekki hægt og menn eiga ekki að koma sér í þessa aðstöðu.
Kveðja Simmi