fimmtudagur, 31. janúar 2008

Af hverju lækka vextirnir ekki?

Undanfarna daga höfum við lesið um stórlaun forsvarsmanna bankanna. Ráðningarsamninga með hundruð milljóna kr. undirskriftarþóknum. Tugmilljónir kr. mánaðarlaun og hundruð milljónir kr. starfslokasamninga.

Á sama tíma má ekki minnast á að lækka vexti. Hvað þá að fækka mætti eitthvað af þessum þjónustugjöldum, sem ekki þekkjast í öðrum löndum.

Kortafyrirtækin sem eru í eigu bankanna hafa orðið uppvís að hrikalegum vinnubrögðum, þar sem verulegum upphæðum hefur verið sópað af viðskiptavinum.

Í stað þess að láta viðskiptavinina njóta góðs gengis, þá hrifsa fáir til sín allan ágóðann. Þetta geta þeir því þeir hinir sömu hafa búið þannig um hnútana að erlendir bankar komast ekki inn á markaðinn í samkeppni.

Viðskiptaráðherra boðaði breytingar og við bíðum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stjórnendur bankanna eru farnir að viðurkenna að hlutur þóknunar og vaxtagjalda sé vaxandi hluti af hagnaði þeirra og gróðinn er um og yfir 20% af eigið fé samt lækka ekki vextir ! hverjir eiga bankana og hverjir ráða í þessi feitu störf ? þar virðast menn ekki þurfa að spara, enda samkeppnin af skornum skammti, lentu þessar vanmetnu ríkiseignir í röngum höndum ?