fimmtudagur, 17. janúar 2008

Kjördæmapot samgönguráðherra

Umfjöllun stjórnvalda þá sérstaklega núverandi og síðustu samgönguráðherra um Sundabraut er hreint út sagt ótrúleg. Sundabraut var sögð forsenda uppbyggingar í Grafarvogi árið 1984 Einnig er forsenda þess að hafnirnar við Faxaflóa gætu sameinast og flytja alla stórflutninga upp á Grundartanga. Þegar ég var í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á árunum uppúr 1990, þá sat ég allmarga fundi þar sem rætt var um Sundabraut og þar kom fram að hún væri nánast forsenda til þess að leisa hratt vaxandi umferðarvanda.

Landsmenn sem þurfa að fara eftir þjóðveg 1 í gegnum Reykjavík þurfa að una því að sitja allt að 3 klst. á hverjum einasta sunnudagseftirmiðdegi yfir sumarið til þess að komast leiðar sinnar. Öryggi sjúkraflutninga að vestan og norðan fellur langt niður fyrir ásættanleg mörk á föstudagseftirmiðdögum og eftir hádegi á sunnudögum. Þrátt fyrir þetta allt saman hefur samgönguráðherrum tekist að smeigja hverju verkefninu á fætur öðru fram fyrir Sundabrautina og núverandi samgönguráðherra virðist vera enn á þeirri braut.

Vegagerðin leikur sér að því að bera saman tvær gjörólíkar leiðir og notar þar til viðbótar tvær gjörólíkar matsaðferðir til þess eins að því virðist að þjónkast viðhorfum a samgönguráðherra. Hver einasti maður hlýtur að sjá að svokölluð eyjaleið setur tvö bæjarhverfi á annan endan.

Auk þess blasir við að það mun þurfa að byggja mjög flókin mislæg gatnamót í Vogahverfinu, sem ekki eru tekinn í verðmiða Vegagerðarinnar. Það er ekki hægt að bera saman jarðgöngin og eyjaleið þetta eru tvær ótengdar framkvæmdir. Ég myndi frekar halda að það þyrfti að fara í þær báðar áður en um langt líður.

Framkvæmdir við Sundabraut verða að hefjast á þessu ári, til þess að bjarga algjörlega óþolandi ástandi á meðan er ekki hægt að komast hjá því að ljúka við að tvöfalda Vesturlandsveg upp á Kjalarnes. Ég ætla ekki að rifja upp ummæli núverandi ekki síður fyrrverandi samgönguráðherra um þetta mál. En klárt er að Kristján verður að íhuga annað starf ef ekki verður lokið við Sundabrautina á þessu kjörtímabili.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit nú ekki betur en að fyrrverandi samgönguráðherra hafi haft mikinn áhuga á að ýta verkefninu áfram. En hinsvegar var það R-listinn sem var mjög mótfallinn hugmyndum Vegagerðarinnar. Svo þegar sjálfstæðismenn voru komnir í meirihluta í borginni komst verkefnið aftur á skrið en svo þegar Rei-listinn tók við strandaði það aftur. Sem og útaf áhuga núverandi ráðherra að taka Vaðlaheiðargöng framfyrir Sundabraut. Eins og ég segi, oft bylur hæðst í tómri tunnu, eins og það glumdi nú oft í KLM á meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Nafnlaus sagði...

Bíddu, er þetta komið inn á skipulag? Ég hélt að það stæði upp á skiplagsyfirvöld (lesist borgarstjórn) í þessu. Er það ekki eina ástæðan fyrir því að Vaðlaheiðargöng eru komin lengra í kerfinu en Sundabraut?

En þar fyrir utan er KLM náttúrulega kjördæmapotari dauðans.

Nafnlaus sagði...

Ég vil benda ykkur á bloggsíðu íbúasamtakanna við Laugardal, þar eru áhugaverðar greinar skrifaðar af fulltrúum íbúa sem sitja í samráðsnefnd skipuð af Reykjavíkurborg sem fjallar um Sundabraut. Það er ekki allt sem sýnist þegar talað er um samráð.

sjá á eftirfarandi vefslóð:

http://laugardalur.blog.is/blog/laugardalur/