fimmtudagur, 24. janúar 2008

Spekingar í flugvallarmálum

Ég hef stundum komið að því sem ég hef kallað sjálfumgleði og fullvissu 101 liðsins um að þeir séu handhafar sannleikans. Fólk sem telur sig þess umkomið að tala niður til fólks sem hefur kosið að búa úthverfum höfðuborgarsvæðisins eða út á landi.

Í vaxandi mæli er spurt hvaðan hann komi réttur 101 liðsins að senda flugvöllinn út í úthverfin, eða réttur 101 liðsins að krefjast þess að upp sé rifnir með rótum fleiri tugir hektara af skóg sem þar eru að vaxa upp. Hver sé réttur þessa fólks að krefjast þess að þeir fjölmörgu sem búa á höfuðborgarsvæðinu en vinna út á landi eigi að lengja för sína um 3 klst. til vinnu. Hver sé réttur þess fólks að krefjast þess að fólk sem býr út á landi en vill heimsækja fjölskyldur sínar eða á einhver önnur erindi til höfuðborgarinnar eigi að lengja för sína um 3 klst. Hver sé réttur þessa fólks að standa í vegi fyrir því að flugfargjöld innanlands verði lækkuð um 40%. Hver sé réttur þessa fólks að lækka öryggisstuðul fólks sem af einhverjum ástæðum býr eða starfar út á landi.

Það er, jaa á ég að segja óheppilegt, að sá sem stendur fremst í þessum flokki skulu taka sér það orðbragð að kalla það fólk sem ekki er sammála honum „spekinga“.

Það er full ástæða að benda fólki eins og t.d. vini mínum Agli, að það hefur valið sér það hlutskipti að kaupa íbúð í aðflugslínu innanflugs og eins flugtakslínu, hún var þar og er ekki nýtilkominn. Það er harla einkennilegt að hann ásamt takmörkuðum fjölda fólks sem hefur búið sér sama hlutskipti skuli telja sig þess umkomið að senda flugvöllinn eitthvað annað.

Ég lagði til í grein í Mogganum fyrir u.þ.b. ári síðan að flugvöllurinn væri fluttur upp á Hólmsheiði og Landspítalinn ásamt Borgarspítalanum fluttir á Keldnalandið. Borgarspítalanum mætti breyta í íbúðir og hjúkrunarrými og þjónustu við samsvarandi hús sem eru það í grendinni. Landspítalann mætti reka áfram sem t.d. sjúkrahús fyrir afmörkuðu verkefni. Á Keldnalandi Landsspítalinn staðsettur við gatnamót vega til vestur og suðurlands, auk greiðra leiða til allra átta á höfuðborgarsvæðinu.

Síðan þá hafa komið fram mótmæli úthverfa í nýjum hverfum sem eru í uppbyggngu og eins bent á að þetta gengi ekki vegna vatnsverndar á aðrennsli í Gvendarbrunna og skógræktar á svæði sem fer hratt vaxandi í vinsældum til útivistar. Það má flytja til flugbrautir í Vatnsmýninni og jafnvel að hluta til út í sjó. Þessi sjónarmið eiga fyllilega rétt á sér og eru ekki bara sjónarmið einhverra „spekinga“.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér virðist þú nú vera ansi fullur af sjálfumgleði og einhverri hrokafullri sannfæringu um að þú hafir rétt fyrir í þessu máli. "101 liðið" !!! Einmitt eitthvað sem úthverfapakk nefnir íbúa 101.