sunnudagur, 20. janúar 2008

Vilja jarðsetja Fischer á Þingvöllum

Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum hefur einhverra hluta vegna aldrei náð því að verða það sem honum var ætlað. Ég næsta viss um að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki hugmynd um reitinn. En það breytir því ekki að Þingvellir eiga sér ákveðin stað í þjóðarsálinni og það að jarðsetja Bobby þar passar einhven veginn ekki.

Ekki það að ég vilji ekki sýna Fischer fulla virðingu. Sé auk þess litið til skoðana og ferils hans, þá finnst manni það á engan hátt passa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála. Þarna finnst mér vera skotið aðeins yfir markið.

Nafnlaus sagði...

Ég held að engum finnist það passa að jarða Fisher heitinn þarna, stórefast um að af því verði. Þjóðargersemar eins og dóttir þín eiga hins vegar skilið að fá að jarðast þar ef hún kærir sig um...hljómar kannski illa að segja þetta svona...ég meina sko eftir mörg mörg mörg mörg ár. Spurning hvort Laxness hefði ekki átt að vera jarðaður þarna...

kveðja,
Anna Guðrún