laugardagur, 8. nóvember 2008

Eftirlaunaforsmánin

Eftirlaunaósóminn hefur komið með mun krafti inn í umræðurnar, þegar það blasti við almennum launamönnum að hann muni við árlega endurskoðun stöðu sjóðanna með tilliti til skuldbindingar að almenningur er að tapa allt að 25% af sínum lífeyrisréttindum vegna óstjórnar frjálshyggjumanna í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á sama tíma sitja alþingismenn og ráðherrar með gulltrygg ofurréttindi sem greidd eru milliliðalaust úr ríkissjóð og munu ekkert skerðast.

Það voru margir sem héldu á sínum tíma að það hefðu verið Davíð og Halldór einir sem ruddu Eftirlaunafrumvarpinu í gegnum þingið á sínum tíma. Davíð sagði í þingi að þetta kostaði ekki nema 6 millj. kr. Athygli vakti að Þeir brutu þingsköp hvað varða þeir létu ekki kostnaðarmeta frumvarpið.

Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur gefið sig út fyrir að vera talnaglöggur, er ætíð með með venjubundnar útúrsnúningakúnstir þegar hann fjallar um þetta mál og heldur jafnvel að við samþyktk frumvarpsins hafa eftirlaunakjör þeirra rýrnað. Þekktir hagfræðingar sögðu strax að kostnaðurinn myndi nema nokkrum hundruðum milljónum kr. Síðar kom í ljós að það var rétt, kostnaðurinn við eftirlaunaósómann var nálægt 600 millj. kr.

Í síðustu kosningabaráttu kom fram hjá Sjálfstæðismönnum, þá helst Gunnari Birgiss. að fleiri hefðu komið að þessu máli, m.a. að Össur og Guðni hefðu átt drjúgan þátt í málinu. Enda var frumvarpið samþykkt og þingmenn almennt virtust alls ekki vilja ræða málið.

Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar.

Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar. Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup um hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna helmingi hærri eða um 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra liðlega 2 millj. kr.

Það er gífurlegt ósamræmi á milli þeirra lífeyriskjara sem lögfest hafa verið hér fyrir almenning í landinu og fyrir opinbera starfsmenn í A-deild lífeyrissjóða og hins vegar þess sem Alþingi hefur lögfest fyrir sína þingmenn og ráðherra. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða stærstu og dýrustu starfslokasamninga sem um getur hér á landi. Þetta er gríðarlega dýrt fyrir skattborgara landsins. Í fjárlögum hvers árs er veitt háum fjárhæðum til að greiða niður þessar skuldbindingar sem þar hafa hrannast upp, en það dugar það hvergi nærri til að halda í horfinu.

Þessar skuldbindingar eru á annað hundrað milljarðar króna þrátt fyrir að B-deildinni hafi verið lokað 1997, en þetta er svo enn í gangi í svokölluðum lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Það myndast engin ró og sátt um laun sem falla undir kjaradóm og kjaranefnd á meðan við lýði eru sérkjör af þessu tagi. Þingmenn í öðrum löndum hafa verið að breyta þessu má þar t.d. benda á Noreg.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyrir þetta Guðmundur.

Þetta er lykilmál núna og stjórnvöld hafa nú tækifæri til að sýna svart á hvítu að þau ætli sér ekki að GANGA frekar yfir almenning á skítugum skónum með þetta mál.

Þetta er stórmál sem snýr að siðferði og sanngirni þeirra sem munu þurfa gera á því grundvallarbreytingar til að einhver sátt náist um það.

Ef alþingi og ALLIR stjórnmálaflokkar taka ekki höndum saman nú um að afnema þennan ósóma þá munu þeir hafa verra af.

Þetta verður ekki liðið óbreytt og við bíðum eftir því að menn sýni sitt rétta andlit. Þetta á ekki að vera pólitíkst mál þannig þó það geti verið að sumir sé ófúsari en aðrir.

Við þurfum að fá að vita um afstöðu og vilja ALLRA núverandi þingmanna til málsins og hvað veldur tregðu þeirra til að taka þetta upp núna strax fyrir jól.

Socrates

Nafnlaus sagði...

Sjá einnig þessa grein hér:

http://www.dv.is/frettir/2008/11/8/krefst-rettlaetis-i-eftirlaunum/

Ath: þetta er þverpólitískt mál. Ganga í þetta allir sem einn og hætta ALDREI fyrr en þetta er klárt og helst fyrir jól.