mánudagur, 10. nóvember 2008

Krónan

Það er óskiljanlegt eftir alla þá umræðu sem hefur farið fram um gengismál undanfarið.

Ástæður þess hvers vegna bankarnir voru í vonlausri stöðu vegna þess að við vorum með krónuna.

Þeirra vandræða sem eru á inn- og útflutning, svo maður tali nú ekki um vandræði námsfólksins okkar og íslenskra ellilífeyrisþega erlendis.

Að enn er til sem fólk er að tala um að það sé eitthvert val um hvort við höldum í krónuna eða ekki og ríkisstjórnin ásamt Seðlabankastjóranum neita að tala um gjaldmiðilsskipti.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram Guðmundur. Þú varst flottur í sjónvarpinu í gær. Á vinnustað mínum í morgun voru margir svo fegnir að þú staðfestir það sem svo margir upplifðu: Friðsamlegan og góðan mótmælafund þúsunda og svo kortér í endann af látum sem reyndar allir fíluðu í botn).
Og allir eru gáttaðir á jafn-lélegum sjónvarpsstöðvum.
Venjulegt fólk er að átta sig á mikilvægi mótmælanna því það er að sjá að sjónvarpið lýgur.

Nafnlaus sagði...

Það sem þarf að gera er að:
1) tilkynna að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB (NB: það þýðir að aðildarumræður fari af stað, til að sjá kosti og galla ESB)
2) Taka upp einhliða Evru strax eftir tilkynninguna. Brussel-kallar munu ekki verða eins fúlir ef upptakan fer fram eftir tilkynninguna. Þeir verða hins vegar brjálaðir ef við tökum upp evruna fyrir svona tilkynningu.

Ef þetta verður ekki gert skiptir engu hvað við fáum frá IMF eða einhverjum, þar sem allir seðlar munu sogast út úr landinu þegar krónan flýtur á ný (kannski er réttara að segja að hún sökkvi).

Öddi

Nafnlaus sagði...

Nú berast þær fréttir að ASÍ hafi hafnað því að taka þátt í útifundi í næstu viku með öðrum launþegahreyfingum, Samtökum aldraðra og ÖBÍ? Ástæðan sé að fundurinn geti valdið óróa. Er þetta satt Guðmundur?

Geirinn sagði...

Bleh, Mér sýnist nú bara að Geir og Davíð vilji varla ræða um gjaldeyri nema um krónuna. En þegar er spurt um gjaldeyrisviðskipti þá þagna þeir.

Til að mynda hefur Geir ekki nefnt gjaldeyrismarkaðinn eða neitt annað eftir að hann sagði að hann ætti að "vera kominn í lag eftir helgi".

Þá byrjaði hann að segja að fyrirtæki ættu að færa gjaldeyri sinn til landsins.

Veit um eitt fyrirtæki sem er búið að vera að reyna að færa af reikningum sínum Evrur og fleira, hagnað af útflutningi, til landsins síðan að ástandið byrjaði.

En enginn banki hefur fengist til að færa upphæðina, sem er talsverð, ennþá.

Og þeir hafa enga aðstoð eða fyrirgreiðslu fengið varðandi þetta mál hjá yfirvöldum.

Seðlabankinn segir að allt sé í vinnslu og ráðuneyti að allt sé skoðun og bendir á alla aðra.

Nafnlaus sagði...

Við sitjum uppi með krónuna næstu árin hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru MÖRG ÁR í að við getum uppfyllt skilyrði Maastricht sáttmálans.
Það væri nær að menn töluðu um hvernig við ætlum að lifa með krónunni næstu árin, hvernig við byggjum upp það sem þarf til að geta skipt og koma með RAUNHÆFAR áætlanir um að taka upp evruna þegar við erum fær um það. Þessi endalausu upphróp um dauða krónu eru bara skaðleg.

Núna ræða menn möguleikann á einhliða upptöku og vísa í grein í Fréttablaðinu frá því á laugardag. Ég legg til að menn LESI GREININ (ekki bara útdrátt og fyrirsögn), kynni sér málið og tjái sig svo. Þessi grein er vægast sagt léleg.

Kveðja, Gestur H

Nafnlaus sagði...

"Ástæður þess hvers vegna bankarnir voru í vonlausri stöðu vegna þess að við vorum með krónuna."

Þetta er kostulegt. Ástæða vonlausrar stöðu bankanna voru SKULDIR; miklu meiri skuldir en gengur og gerist hjá viðskiptabönkum og jafnvel meiri en hjá flestum fjárfestingabönkum. Gírunarhlutfall upp á 20. Alveg með eindæmum kostulegt verð ég að segja - er ekki krónan ástæðan á bakvið vandræðin fyrir botni Miðjarðarhafs líka.

Nafnlaus sagði...

Af hverju eru allir að hengja sig á Evruna????Hvað Með dollarann??ESB getur ekki farið í fílu ef við förum að nota Dollarann!!!Og ekki þurfum við að sækja um aðild að ESB ef við gerum það,Bretar munu hvort eð er beita sér gegn okkur ef við sækjum um!!!!Eins og hjá IMF!

Gunnar Sizemore