mánudagur, 3. nóvember 2008

Ráðamenn verða að axla ábyrgð

Sá Mannamál í gær, reyndar ekki upphafið. Þorgerður vék sér undan að svara nánast hverri einustu spurningu og datt inn í Valhallarklysjurnar. Sérstaklega að klifa á því að innganga í ESB sé ekki einhver skyndiredding. Það hefur engin talað um það, nema Valhöll.

Það er pínlegt að horfa endurtekið upp á vælið um að nú sé ekki tími til þess að vera með einhver uppgjör. Ekki megi persónugera hlutina, heldur snúa sér að því að leysa hnútana. Bæði Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín voru í viðtölum nú um helgina þar sem þau komu mjög illa út og voru með vanhugsuð ullarþæfingssvör.

Forsendur hafa komið svo glögglega fram í viðræðum við forsvarsmenn annarra norðurlanda. Þið verðið að taka til hjá ykkur á Íslandi og sína að ykkur sé alvara. Ef þið gerið það þá skulum við standa með ykkur í að koma hlutunum í gang.

Á sama tíma koma stórfurðulegar yfirlýsingar úr Seðlabankanum, sem hafa einungis aukið vandann. Það liggur fyrir að þeir sem hafa haft með stefnumarkandi ákvarðanir í efnahags- og peningapólitíkinni hér á landi hafa gert hver mistökin á fætur öðrum. Það liggur fyrir að þeim var ljóst hvert stefndi fyrir allnokkru en gripu ekki til aðgerða.

Almenningur er búinn að fá mikið meir en nóg af því að ráðherrar komist upp með að viðurkenna ekki mistök og víkja sér ætíð undan því að axla ábyrgð eins gert er í öðrum siðmenntuðum þjóðfélögum. Spunameisturum er beitt af alefli m.a. í Mogganum og víðar, þar sem reynt er að niðurlægja það fólk sem vill mótmæla þessu ástandi. Ekki var laust við að Sigmundur Ernir dytti aðeins inn í það hlutverk líka í gærkvöldi.

Það liggur fyrir að Davíð, Geir og það fólk sem hafa verið með þeim, eru persónugerfingar allra þessara ófara. Þar skiptir engu hvort þetta séu góðir gæjar og vinir Þorgerðar. Það ber hæst í umræðunni þessa stundina að nú standi yfir björgun á helstu gæðinga Valhallar í bönkunum. Þar sé unnið að því að færa enn meira tap yfir á lífeyrissjóðanna. Björgunarstarfið sé að taka á sig sömu mynd og svæsnustu óþverrauggjöra í BNA, þar sem valdhafar stinga af með lífeyrissjóði starfsmanna og skilja þá eftir eignalausa og atvinnulausa.

Hún fer hratt vaxandi sú krafa að allt það uppghjör verði dregið upp á borðið, og það verði klárlega engin frá ráðherrum og valdaklíkunni sem þar komi nærri.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fjalla um ábyrgð Framsóknarmanna í pistlinum:

Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!
www.hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/696448/

Nafnlaus sagði...

Hverjir eru ráðamenn?

Eru það bara ráðandi stjórnmálamenn og þrír embættismenn, getur verið að það séu líka forsvarsmenn lífeyrissjóða, verkalýðsforistan, forystumenn atvinnulífsins, alþingismenn, forsvarsmenn eftirlitsstofnana, forsvarmenn og stjórnendur bankanna osfr. ég held að listinn yfir þá sem ættu að skoða stöðu sína sé býsna langur.....

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli ekki segja af sér strax og að mynduð verði þjóðsstjórn sem skipar nýja seðlabankastjórn. Þetta myndi strax breyta ástandinu, ekki aðeins innávið (að við fólkið myndum sjá að það sé hlustað á okkur) heldur líka fyrir trúverðuleika okkar erlendis. Varðandi fjölmiðla, þá er ég sammála því að það virðist allt vera reynt til þess að drepa málinu á dreif, fá fólk til að hamast á einhverjum smátriðum. Þetta eru aðferðirnar í spinninu. Talandi um spin þá sá ég að bretar gera nú mikið úr því að 90 ár eru síðan spænska veikin tröllreið heimsbyggðinni, og tala þá auðvitað um nýju "fuglaflensuna" og fear factorinn kringum hana, ætli það sé tilviljun að svona mikið sé gert úr þessu núna?

Nafnlaus sagði...

Réttast að skipa utanþingsstjórn. Ekki vegna þess að Alþingi geti ekki komið á meirihlutastjórn. Heldur vegna þess að almenningur treystir ekki fulltrúum sínum á Alþingi.

Þeir hafa sannarlega unnið til vantraustsins:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Rómverji

skarfur sagði...

Athyglisverð voru orð Þorgerðar um að stjórnvöld þyrftu að ákveða hvaða fyrirtæki fengju að lifa áfram!

Nafnlaus sagði...

Getur það verið að Gunnar Páll Pálsson formaður VR og stjórnarmaður í gamla Kaupþingi hafi tekið þátt í því að afskrifa ca 50.000.000.000,- skuldir toppana í bankanum (hann man reyndar ekki eftir því)og þar með tekið þátt í því að tjóna lífeyrissjóðina.

listinn yfir ábyrga gæti farið að lengjast