Mér finnst eftirtektarvert í þeim uppgjörum líðandi árs sem birt eru þessa dagana, að engin minnist á ræsingu Fljótsdalsvirkjunar og álversins í Reyðarfirði, sem hafa þó haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf en annað á undanförnum árum og mun hafa á þeim komandi. Kannski vegna þess að búið er rífast svo mikið um þessar framkvæmdir að menn nenni því ekki lengur.
Það voru nokkrir sem héldu því fram þegar samið var við Impregilo um verkið á tölum sem voru víðsfjarri tilboðum annarra, þar á meðal voru nokkrir af okkar helstu verktökum. Því var haldið fram að vinnubrögð Landsvirkjunar við þetta útboð hefðu verið ámælisverð. Þessi niðurstaða hefði verið byggð á óskhyggju til þess að geta sýnt fram á meiri arðsemi. Þessir hinir sömu héldu því fram að þegar uppgjör lægi fyrir við verklok, þá kæmi hið sanna fram. Það verður því forvitnilegt að sjá endanlegar kostnaðartölur.
En það breytir hins vegar ekki því að álverið hefur haft gífurlega mikil áhrif á mannlíf fyrir austan og á eftir að vera ein helsta undirstaða atvinnu á því svæði.
1 ummæli:
Hvar sástu verktakana halda þessu fram ? Varla hefur það ratað í blöðin fyrr en löngu seinna.
Hér eru tenglar um málið :
http://pjetur.blog.is/blog/pjetur/entry/313943/
Skrifa ummæli