þriðjudagur, 18. desember 2007

Jarðsprengjur útbúnar sem leikföng

Þegar jólin nálgast verður maður meir og um hugan renna ýmis atvik tengd fólki sem býr við ömurlegar aðstæður. Hún er skelfileg sú óendanlegu grimmd sem virðist ráða för hjá mörgum þeirra sem virðast hafa það eitt að markmiði að meiða fólk. Núverandi forseti Bandaríkjanna og það hyski sem hann hefur í kring um sig á stóran þátt í hvert þessi mál eru komin.

Ég lenti fyrir nokkru inn á átakanlegri sýning á jarðsprengjum í Osló. Þar var farið yfir hinar skelfilegu afleiðingar sem þær valda. Langmesta mannfall vegna stríðsaðgerða er vegna jarðsprengja, og það bitnar að langmestu leiti á saklausu fólki sem er að vinna sín störf eða þá börn að leik. Stríðherrar og glæpaflokkar strá þessum ófögnuði í kring um búðir sínar, jafnvel þó þeir stöðvi ekki nema næturlangt

Ef fólk ferst ekki við að stíga á sprengju, þá missir það einn eða fleiri útlimi og verður örkumla. Norræna verkalýðshreyfingin með norska alþýðusambandið í broddi fylkingar rekur umfangsmestu aðstoð í heiminum við það fólk á sem verður fyrir barðinu á jarðsprengjum og eru einnig með umfangsmikla leitarflokka sem leita uppi jarðsprengjur.

Það er hreint skelfilegt að horfa upp á hugmyndaflug framleiðenda jarðsprengjanna, Miklu fjármagni er varið í að finna leiðir til að dulbúa þær, ma. er hægt að kaupa jarðsprengjur sem eru búnar út eins og leikföng!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleymum ekki að Noregur er (´samt Svíþjóð) einn allra öflugasta vopnaframleiðandi og -sali heims

Guðmundur sagði...

Ætlar þú að dæma gjörvalla sænsku þjóðina fyrir það að þar séu til menn sem láta arð ráða athöfnum sínum. Gerir það hjálparstörf þessa fólks að engu?

Eigum við að dæma gjörvalla bandarísku þjóðina fyrir voðaverk Bush og hans fylgisveina. Hann nýtur t.d. ekki stuðnings nema um 20% þjóðarinnar.

Eða alla íslensku þjóðina fyrir skoðanir fárra stjórnmálamanna úr tilteknum armi einhvers stjórnmálaflokks?

Takk fyrir innlitið