Rúnar Vilhjálmsson prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands hefur ritað áhugaverðar greinar í Morgunblaðið um hvernig heilbrigðiskostnaði er miskipt milli þjóðfélagshópa. Rúnar hefur staðið að tveimur heilbrigðisrannsóknum. Í rannsóknum kemur fram veruleg útgjaldaaukning einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustunnar. Þessi útgjöld námu 1% af vergri landsframleiðslu árið 1987 og hafa aukist verulega, voru 1.7% árið 2004.
Þótt við séum með félagslegt heilbrigðiskerfi til að jafna út kostnaðinn hefur ekki tekist að jafna kostnaðarbyrðar milli þjóðfélagshópa. Það hallar á hópa sem síst skyldi eins og öryrkja og aldraða og þá sem lægstar tekjur hafa. Hér er um að ræða þá sem ekki hafa vinnu og lágtekjufólk sem hefur misst maka.
Til þess að styrkja félagslega heilbrigðiskerfið þarf að efla almannatryggingarkerfið með það fyrir augum að lækka lyfjakostnað og komugjöld sjúklinga. Einnig þarf að styrkja heimilislæknakerfið og heilsugæslustöðvarnar. Efla nýtingu afsláttarkorta og lyfjaskýrteina og auka nálægð þjónustunnar.
Í rannsóknum hefur komið fram að almenningur styður hið félagslega heilbrigðiskerfi og lítill stuðningur við aukinn einkarekstur. Það virðist vera að lítill hópur frjálshyggjumanna hafi of mikil áhrif hér á landi, hann hefur alla vega ekki stuðning umtalsverðs meirihluta landsmanna og ég leifi mér að fullyrða að hann hefur heldur ekki fullan stuðning sjálfstæðisnanna.
En forsvarsmenn þessa hóps eru ekki til viðtals nema á kjördag og senda kjósendum tóninn ef þeir voga sér setja fram óskir um hvernig þeir sinni störfum sínum. En það ber aftur á móti ekkert á stefnu þeirra dagana fyrir kjördag.
Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef sótt í haust, er ákaflega áberandi umræða um þá miklu hagræðingu sem hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratug. Ekki hefur verið staðið að uppbyggingu hjúkrunarheimila í samræmi við fjölgun aldraðra, deildum hefur verið lokað á spítölum vegna hagræðingar og þannig mætti lengi telja. Stjórnvöld staðið að umfangsmikilli hagræðingu með fyrir stórfelldum á kostnaði yfir á heimilin.
Íslenska heilbrigðiskerfið er á krossgötum, sú sátt sem ríkt hefur um það er að renna sitt skeið á enda. Ein aðalkrafa yfistandandi kjarasamninga er Þjóðarsátt um að bæta kjör hinna verst settu .Þar ber hæst að ríkistjórninn skili tilbaka það sem hún hefur haft af fólki á lægri launastigum með því að breyta skerðingarmörkum þannig að þau fylgja ekki verðlagsþróun.
Krafa er um ríkisstjórnin tryggi hinum verst settu betri stöðu og skili 14 milljörðum tilbaka, þar á meðan þeim 3 milljörðum sem ríkistjórnin hafði af fólki með því að lækka vaxtabætur, hún lækkaði barnabætur um 2 milljaðra og þanning mætti lengi telja. Ljótastur er ferillinn hvað varðar félagslegar íbúðir og hjúkrunarheimili öryrkja og aldraðra. Þessi þróun samræmist ekki réttlætiskennd okkar.
1 ummæli:
þarna kemur þú með sannleikan umbúðalausan Guðmundur, fólkið í landinu vill ekki þessar breytingar sem gerðar hafa verið á h.kerfinu, gallinn er hinsvegar sá, að við kynnumst kerfinu ekki fyrr en eitthvað bjátar á og þá hefur fólk ekki afl nema til þess að róa lífróður til að bjarga eigin skinni, um þetta vantar meiri umræðu, annars gerist ekkert, þegar þeir sem stjórna eru teknir í viðtöl sleppa þeir án þess að koma með fullnægjandi svör og bera því aldrei ábyrgð.
Skrifa ummæli