þriðjudagur, 4. desember 2007

Í skammarkróknum



Óánægja með ástand líðandi stundar hefur ávallt verið drifkraftur þróunarinnar. Það er óánægja sem mótar pólitíska afstöðu okkar sem og að reka okkur til útlitsbætandi aðgerða. Við myndum ekki setja fram nýjar kröfur, ef við værum ánægð með núverandi stöðu.

Nú telja hugsandi lesandur mínir vafalaust að mér finnist það vera mótandi og uppbyggjandi að ala á óánægju, svo lengi sem við gerum okkur grein fyrir stöðu okkar og erum tilbúin að leita til einhvers betra ástands. Nútímastjórnun ætti að forðast sjálfsánægju, sjálfsviðingu og forðast áhuga á velferð fólksins. Vilji fyrirtæki stækka og ná lengra séu í vegi þeirra ánægðir starfsmenn, myllusteinar framþróunnar. Þeir leiði til sjálfsánægju, íhaldssemi og stöðnunar.

Hinir óánægðu starfsmenn eyði hinu vanabindandi ástandi og leita nýrra leiða og þróunnar til annarrar stöðu. Sé litið til þessa ættum við að draga þá niðurstöðu, að stjórnunarhættir sem kenndir eru í dag í samskiptatækni og starfsmannastjórnun séu niðurdrepandi. Með því að leitast við að fullnægja kröfum starfsmanna taki stjórnandinn þá áhættu að draga fram andstöðu þróunnar og þekkingarleitar. Sáttir starfsmenn stefni framhjá öllu sem geti bætt núverandi stöðu. Sniðgangi ákvarðanir og leiti ekki spurninga sem krefjist breytra efnistaka við lausn verkefna. Starfsmaðurinn eigi ekki að stilla upp andstæðum sjónarmiðum í leit sinni að betri stöðu. Hann eigi umfram allt að leita eftir afsökunum til að gera ekki neitt.

Með þessum hætti væri byggður upp starfsframi með því að gera ekki nokkurn skapaðan hlut þegar á vinnustað er komið. Svo framarlega að ánægjan breiðist ekki út þá hafi starfsmennirnir ekki ástæðu til fullnægju. Og að lokum muni maður ná sambandi við það sem byggist á fortíð og starfsfólki sem sniðgengur þróun.

Þessi pæling kom upp í huga mér þegar maður skoðar aðferðir stjórnvalda. Þar á bæ ríkir sjáfsánægja sem virðist vera það eina sem þau hafa að boða. Þetta hefur m.a. leitt til þess að staða öryrkja, aldraðra, hefur leitað sífellt á lakari mið, ójöfnuður vex. Staða Íslands miðað við aðrar þjóðir hefur versnað í öllum námsgreinum, mest í lesskilningi en minnst í stærðfræði. Frammistaða nemenda er nú verri í öllum greinunum en hún var árið 2000, ef við berum okkur saman við önnur lönd þá fjölgar þeim löndum sem ná betri árangri en við.

Getum verið að við séum ánægð með það?

Engin ummæli: