miðvikudagur, 5. desember 2007

Svíar búnir að vinna gullið í Evrópukeppninni

Las Dagens Nyheter á leið á þing Evrópska byggingarsambandsins sem nú stendur yfir í Lúxemborg.

Þar var farið yfir alla leiki sænska landsliðsins næsta sumar. Farið yfir úrslit, hverjir skori mörkin í hverjum leik. Greinin endaði á því að Svíar leiki til úrslita við Þjóðverja. Leikurinn endar 1-1, en Svíar vinna í vítaspyrnukeppni og hampa gullinu. Þar höfum við það, og líklegast ekki ástæða að halda keppnina.

Það eru íslenskir júróvision stælar í þeim sænsku

Engin ummæli: