þriðjudagur, 11. desember 2007

Af hverju ekki bara að hækka öll laun umtalsvert?


Af hverju er ekki bara hægt að hækka öll laun og þá verulega, eins og óábyrgir alþingismenn eins og t.d. Pétur Blöndal hafa ítrekað sagt í fjölmiðlum og nokkrir blaðamenn stilla upp reglulega. Reyndar var ég allundrandi á ummælum vinar míns Einars Más Guðmundssonar í Mannamál á sunnudaginn.

Því er til að svara að launamenn og fyrirtæki þekkja þá aðferð, og hún endaði reyndar með því að þessir aðilar tóku stjórn efnahgsmála af stjórnmálamönnum árið 1990 með svokallaðri Þjóðarsátt.

Laun hafa líklega aldrei hækkað meira en árið 1983. Hækkunin nam þá að meðaltali 53%. Á sama tíma var verðbólga 84%. Kaupmáttur meðallaunþegans minnkaði því um ríflega 30%.

Á þessum gósentímum alvöru kauphækkana og mikilla verkfalla þá lækkaði kaupmáttur almennt um 15% á árunum 1980 til 1990 þrátt fyrir launahækkanir upp á nokkur þúsund prósent.

Eftir að atvinnulífið skipti um stefnu og tók stjórn efnahagsmála af stjórnmálamönnum þá jókst kaupmáttur um 22% frá árinu 1990 til 2000 og hefur aukist um 20% síðustu sjö árin. Þetta gerðist eftir að stéttarfélögin hættu að nota þá aðferð sem Pétur Blöndal og skoðanabræður hans boða.

Engin ummæli: