fimmtudagur, 27. desember 2007

Launahækkanir þeirra æðstu helmingi meiri - að venju

Laun æðstu embættismanna ríkisins hækka um 2% um áramótin og hafa þau þá hækkað samtals um 18% á tveimur árum. Laun almennra opinberra starfsmanna hafa hins vegar hækkað um 7 til 9% að jafnaði á sama tíma. Þessu til viðbótar má nefna að eftirlaun embættismanna, ráðherra og alþingismanna miðast við þau laun sem þeir hafa við starfslok, ekki hversu mikið þeir eiga í lífeyrissjóð. Þar framkvæma þeir allskonar kúnstir eins og hefur verið í fréttum nýverið við embættismenn sem eru þeim þóknalegir með því að skutla þeim upp um nokkra launaflokka daginn áður en þeir hætt. Mótframlag ríkissjóðs í lífeyrissjóð ráðherra og æðstu embættismanna nemur því um 90% og hjá alþingismömnum um 40%

Kjararáð ákveður laun þessarar stétta. Ef við lítum á launaþróun hjá æðstu embættismönnum þjóðarinnar, þá kemur í ljós að laun þeirra hækkuðu um 2,5% 1. janúar 2006, um 3% 1. júlí sama ár og um 3,6% 1. október. 1. janúar í ár hækkuðu launin svo um 2,9% og um önnur 2,6% í sumar. Þau munu svo enn hækka um 2% um áramótin. Þetta vekur sérstaka athygli því að á sama tíma fara fram viðræður með þátttöku ráðherrar ráðherra, að gera sérstakt átak til þess að hækka sérstaklega laun hinna lægst launuðu.

Hluti af þeirri lausn er að setja svokallaða launatryggingu með brotpunkt við 9%. Það er að þeir sem hafi fengið meiri launhækkun en sem nemur 9% eftir 1. sept. 2006 fái enga launahækkun núna. Þetta á greinilega ekki að gilda fyrir ráðherra, alþingismenn og æðstu embættismenn. Þeir skenkja sjálfum sér 2% þrátt fyrir að liggja fyrir ofan 9% markið. Ef launatryggingmarkið yrði sett þannig að þessi 2% stæðust þyrfti borotpunktur launatryggingar að vera 11,2%, þá fyrst ættu ráðherrar og alþingismenn rétt á 2% nú um áramótin. Það er svo spurning hvort við almennir launamenn eigum ekki að taka þessi skilaboð frá æðstu valdamönnum þjóðfélagsins alvarlega.

Seðlabankastjórar heyra ekki undir kjararáð en launahækkun þeirra í sumar olli miklum úlfaþyt. Síðasta verk fráfarandi formanns bankaráðsins, sem ákveður laun bankastjóranna, var að leggja til 250 þúsund króna launahækkun en lendingin varð 200 þúsund í tvennu lagi og tekur seinni hækkunin gildi nú um áramót. Ástæða hækkunarinnar var sögð mikil samkeppni um hæft starfsfólk í bankageiranum. Fjölmargir kjarasamningar renna út á næsta ári. Um áramótin hækka laun flestra opinberra starfsmanna um 2 til 3%, það fer eftir því hversu lengi fram eftir komandi ári samningar þeirra standa. En þeir renna ekki út núna um áramótin eins og á almenna markaðnum. Með þeirri hækkun hafa laun almennra ríksitarfsmanna hækkað að jafnaði um 7 til 9%.

Þó má bæta því við að 1. maí 2007 fengu nokkrar stofnanir framlag sem nemur 2 til 2,6% launahækkun til þróunar og styrkingar launakerfis og einhverjir hópar hljóta að hafa notið góðs af því. Reynslan segir okkur aftur á móti því miður að þessi sérstöku framlög draga yfireitt ekki lengra en til efstu stjórnunalaga opinberra stofnanna, eins og svo oft hefur komið fram hjá forsvarsmönnum alemnnra launamanna hjá hinu opinbera.

Engin ummæli: