mánudagur, 3. desember 2007

Ófarir heimilanna og sveitarfélaganna


Það er algengt að heyra marga helstu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hrósa sjálfum sér fyrir glæsilegan árangur flokksins í efnahagsstjórn landsins. Þeir hafi skilað svo og svo mörgum milljarðatugum í afgang við ársuppgör ríkissjóðs. Á sama tíma er okkur gert að horfa upp á biðlista fleiri hundraða aldraðra eftir hjúkrunarrými, neyðarástand hjá þeim sem þurfa geðhjúkrun, sama er upp á tengingnum á mörgum sviðum í heilbrigðisþjónustunni. Verulegra úrbóta er þörf í samgöngumálum. Kostnaði við verknám er í sífellt stærra mæli velt yfir á nemendur og þannig má lengi telja.

Og nú ætla ráðherrar að víkja sér undan því að standa við gefin loforð um að axla ábyrgð á skipulögðum með aðgerðum undanfarinni ára með því að koma kostnaði vegna örorkubóta yfir á ellilífeyrisþega í almennu lífeyrisjóðunum. Þeir hafa markvist í hvert skipti sem lífeyrissjóðir bætt í, rokið til og lækkað tekjutryggingu.

Ein af algengustu kröfunum sem ég heyri á fundum undanfarinna vikna vegna undirbúnings kjarasamninga, er krafa fólks um aukinn frítökurétt. Fólk í landinu bendir réttilega á að það hafi farið fram geysilega hagræðing í heibrigiskerfinu, þar sem ríkið hefur rutt af sér kostnaði yfir á heimilin. Aðgerðum í sjúkrahúsum er vart lokið þegar fólk er sent heim til sín. Sjúklingarnir þurfa eftir sem áður aðhlynningu og heimilsfólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Ríkið hefur smeigt sér undan því að byggja upp hjúkrunarheimili fyrir öryrkja og aldraða. Auk þess er heimilshjálp er mjög af skornum skammti og í sumum tilfellum dýr. Það kallar einnig á mikla fjarveru frá vinnu. Heimilin í landinu krefjast þess að fá sinn hlut í þesari hagræðingu, það sé ekki réttlátt að ríkisstjórnin hrifsi allan hagnaðinn til sín.

Í morgun bendir formaður bandalags sveitarfélaga á að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um auknar menntunarkröfur kennara muni kosta sveitarfélögin allt að 1.5 milljarð króna. Einnig hafa ríkistjórnir síðasta áratugs verið sérlega útsmognar við að losa sig við kostnaði í almenna tryggingarkerfinu og vaxta- og barnabótalerfinu í óbeinum sköttum og skerðingum. Ríkistjórn undanfarinna ára hefur með þessum hætti fært hundruði milljarða yfir á heimlin í skertu bótakerfi.

Skúffur fjármálaráðherra eru smekkfullar af peningum og ráðherrar hrósa sér fyrir vel unnin störf og skála fyrir sjálfum sér í kampvíni á meðan hvert heimilið á fætur öðru fer nauðungaruppboð. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar horfa með vaxandi örvæntingu fram á veginn. Það eina sem sem ráðherrar geta með réttu hrósað sér af er að þeim hefur tekist að lækka skatta verulega hjá hinum ríku og aukið byrðar hinna efnameiri. Þeir hafa jú lækkað tekjuskatt en á móti hafa þeir hækkað óbeina skatta og óbeina gjaldtöku verulega. Skattkerfið í heild sinni hefur aldrei verið flóknara.

Það er auðvelt að skila tekjuafgang með því að gera ekki neitt og víkja sér undan því að takast á við þau verkefni sem við blasa.

1 ummæli:

Jón Garðar sagði...

Með fjármálastjórann við stýrið getur þetta einmitt gerst - og meginmarkmiðið í rauninni verður tekjuafgangur en ekki þjónustustig við íbúa landsins.