laugardagur, 22. desember 2007

Enn falla ráðherrar á prófinu

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þau fari ekki að lögum Hann sagði nýverið að nær þriðjungur laga sem stjórnvöld legðu fram væru í andstöðu við lög sem fyrir væru, jafnvel í sumum tilfellum stjórnarskrána.

Við höfum einnig upplifað það að ef niðurstöður ráðgefandi nefnda eru ekki í samræmi við það sem ráðherrar telja rétt, þá er það nefndin sem vann ekki rétt. Hér er um að ræða nefndir sem samkvæmt lögum og reglum eiga að gefa úrskurð, nefndir skipaðar góðu og hæfu fólki. Fólki sem vinnur störf sín af mikilli kostgæfni og nýtur virðingar almennings, og var örugglega sett í nefndina af þeim sökum.

Við almenningur í landinu verðum að lúta niðurstöðum nefnda og embættismanna. Jafnvel þó okkur finnist niðurstaðan vera arfavitlaus. Hvers vegna gildir ekki það sama um ráðherra? Það var ekki fyrr en 80% þjóðarinnar var búinn að rísa upp og krefjast þess að ráðherrar færu að lögum sem þeir bökkuðu í Eyjabakkamálinu, sama var upp á teningunum í Fjölmiðlamálinu. Ráðning dómara mun vitanlega ekki skapa jafnstóra öldu, en það er sama. Klárlega er það sömu 80% þjóðarinnar sem er finnst sér misboðið.

Það er full ástæða til að geta þess að ég þekki ekki umræddan mann sem skipaður var, og hef nákvæmlega ekkert út hann að setja. Ég þekki Björn nokkuð og ber virðingu fyrir honum og hans störfum, sérstaklega eftir að hann var menntamálráðherra. Ég hef starfað töluvert á menntasviðinu og er þeirrar skoðunnar að hann hafi verið einn langbesti menntamálaráðherra sem við höfum haft. Reyndar virðist Þorgerður stefna í að ná jafnlangt.

Málið snýst ekki um þessar persónur, hún snýst um að ráðherrar verða að láta af þessum vinnubrögðum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Minn,
Þessir Aular stæðust ekki Samrænd Próf Grunnskóla á Íslandi í Dag.
Stop, á Lækna-Mafíu LHS.
Stop, á Flug-Mafíuna og þá verður verður allt vitlaust.
Þessir Aular Þrífast á Millilanda-Flugi, sem gefur þeim Skatt-Fría Dag-Peninga.
Jóla-Hvað?
Palli Kristjánss.