sunnudagur, 9. desember 2007

Farandverkafólk

Efnahagsundur í Kína á sér margar alvarlegar skuggahliðar. Talið er að um 150 – 200 milljónir farandverkamanna hafa flust til kínverskra borga í leit að vinnu og fer sú tala hækkandi. Þessu fólki er mismunað á margan veg yfirvöld neita því um húsnæðisbætur og sjúkratryggingar og börnum þeirra meinaður aðgangur að skólakerfinu. Hópur þessa fólks hefur verið að störfum við Kárahnjúka og fara misjafnar sögur af stöðu þeirra.

Farandverkafólkið í Kína er oft neytt til þess að vinna mikla yfirvinnu og neitað um frí, jafnvel þó um veikindi sé að ræða. Það er neytt til þess að vinna við ömurlegar og oft heilsuspillandi aðstæður. Atvinnurekendur beita ýmsum aðferðum til þess að koma í veg fyrir segi upp störfum. Launagreiðslun er oft frestað og þannig á fólkið hættu á því að tapa allt að 2 -3 mánaðalaunum ef það gengur gegn vilja atvinnurekdandans. Þá neyða atvinnurekendur verkafólk oft til þess að greiða tryggingu til þess að koma í veg fyrir að það leiti vinnu annarsstaðar.

Reyndar hafa sambærileg atriði oft komið upp á borð trúnaðarmanna á íslenskum vinnumarkaði þegar þeir hafa verið að kanna stöðu erlendra faranverkamanna sem hingað eru komnir á vegum íslenskra starfsmannaleiga. Starfsmannaleigurnar hafa brugðist við því með því að koma mönnum úr landi áður en hægt verði að taka af þeim skýrslur og ganga frá launaseðlum með eðlilegum hætti.

Öfgakenndir hægri menn og Frjálshyggjumenn berjast fyrir því að þau launakjör sem eru í búsetulandi launamanns ráði, fari þeir til starfa í landi þar sem kjör eru hærri. Forsvarsmanna starfsmannaleiga og lögmanna þeirra hafa viljað sniðganga íslensk lágmarkskjör og fá heimild til þess að greiða þessum sárfátæku launamönnum um og yfir 20 þús. kr. á mánuði fyrir vinnuviku sem er oft allt 100 klst. Auk þess að rukka þá um margskonar gjöld.

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa barist þessu og bent á það, nái Frjálshyggjumenn sínu fram, jafngildi það að vinnumarkaður Evrópu taki hraðlest niður til þeirra kjara sem lægst eru á Efnahagssvæðinu. Það sé einmitt það sem málsvarar starfsmannaleiganna og þjónustusamninganna vilji, svo þeir geti hámarkað arð sinn á kostnað hinna bláfátæku launamanna, og nýta sér ástand þeirra svæða þar sem atvinnuleysið er mest og kjörin lökust.

Það stakk mann því illþyrmilega þegar viðskiptanefnd með forseta vorn í broddi fylkingar gerði fríverzlunarsamning við Kína. Forseti hefur ekki svarað þessu.

Engin ummæli: