sunnudagur, 9. desember 2007

Grunnskólinn

Íslenski grunnskólinn hefur oft verið gagnrýndur. Oftar en ekki komið fram gagnrýni að grunnskólinn sé ekki að skila hlutverki sínu nægilega vel, starfsmenn í framhaldsskólanum hafa kvartað undan því að fá nemendur sem eru opf skammt á veg komnir. Fjölskyldur sem hafa flutt hingað heim með börn á grunnskólaaldri hafa komist að því að jafnaldrar þeirra hér heima eru oftar en ekki mun skemur í náminu. Þessi gagnrýni er staðfest í nýlegri PISA rannsókn.

Við verðum að taka mark á þessari niðurstöðu. Þorgerður sem annars hefur staðið sig virkilega vel sem menntamálaráðherra, missteig sig aðeins í vikunni þar sem hún sagði að könnunin sé ekki áfellisdómur.

Það hefur margoft verið bent á að vinnuaðstaða kennara í grunnskólum sé ekki nægjanlega góð og laun séu ekki í samræmi við starfið og menntun kennara. Það er nú svo að það eru laun og starfsaðstaða sem draga til sín hæfileikafólk.

Einnig má benda á að hafa skólayfirvöld leitað leiða til aukinnar hagræðingar m.a. með því að fjölga í bekkjum. Stoðþjónusta við nemendur sem eiga við sértæk vandamála að stríða hefur ekki fengið nægilega fjármuni. Agalausir nemar komist upp með að eyðileggja starfið í heilum bekkjum. Allt þetta þekkjum við vel úr umfjöllun um grunnskólann á undanförnum misserum, þar sem mýmörg, allt of mörg, alvarleg dæmi komið fram.

Og svo ættum við foreldrar að líta okkur nær; Hvers vegna er barn agalaust í skóla? Hvers vegna mætir barnið ekkert undirbúið í skólann? Hvað með uppeldið? Algeng svör hjá íslenskum foreldrum er; „Það er kennaranum að kenna að barninu mínu gengur ekki vel í skóla.“ „ Það er lögreglunni að kenna að barnið mitt er fullt niður í bæ.“

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"More important than either, though, are high-quality teachers: a common factor among all the best performers is that teachers are drawn from the top ranks of graduates."
(Economist um PISA, 06.12 2007)