laugardagur, 8. desember 2007

Sigur Rós - Heima

Fékk diska Sigur Rós Heima í vikunni og setti þá í heimabíógræjurnar í gærkvöldi þegar Logi var búinn. Frábær þáttur hjá Loga og skemmtilegir gestir.

Verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að ég myndi hlusta á Sigur Rós í um tvo tíma samfellt. Hef hingað til fundist ágætt að hlusta á eitt lag þeirra í einu. En ég fullkomlega heillaðist af diskunum.

Tónlist þeirra, staðarval tónleika og myndefnið myndaði frábæra heild og ég spilaði báða diskana hvorn á fætur öðrum og á örugglega eftir að eiga margar kvöldstundir með þeim. Útgáfan á Heima er ákaflega vönduð og smekkleg. Smekkleysu og Sigur Rós til mikils sóma.

Engin ummæli: