fimmtudagur, 27. desember 2007

Björgólfur eða íslensk heimili

Björgólfur Thor hefur ekki trú á gildi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hann telur aðild að sambandinu muni takmarka möguleika Íslendinga, kemur fram í Viðskiptablaðinu.

"Ég tel að það myndi takmarka okkur," segir Björgólfur Thor aðspurður um hvort hann hafi ekki trú á inngöngu í Evrópusambandið. "Við eigum að halda í þann sveigjanleika sem við höfum í dag. Við erum með margvíslega fríverslunarsamninga og við höfum möguleika á því að verða fjármálamiðstöð til langs tíma eins og margoft hefur verið talað um. Þannig getum við tekið við af Lúxemborg og Ermasundseyjunum, kjósum við svo. Það gerist hins vegar ekki ef við erum komnir í ESB."

Hér talar maður sem setur eigin hagsmuni umfram almennings á hinu ísakalda landi okurs dagvöruverzlana og græðgi banka vaxtq, seðil- og þjónustugjalda. Björgólfur hefur hagnast á því að Ísland standi utan og vill sitja áfram að þeim foréttindum. Og sumir bloggarar þjakaðir af rakalausum fordómum í garð Evrópu fagna og segja að hér tali atvinnulífið!!

Nokkrir af færustu hagfræðingum landsins hafa sýnt fram á að það sé umtalsverður ávinningur fyrir íslensk heimili ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru. Í fyrsta lagi myndi vaxtastig lækka og þá sérstaklega af langtímalánum og fá mun hagstæðari kjör á íbúðalánamarkaði en nú er. Í öðru lagi má búast við að neysluverð myndi lækka. Nefndar hafa verið háar tölur í þessum sambandi oftast um 40%. Þá er horft til þess að evran myndi lækka viðskiptakostnað fyrirtækjanna.

Við gætum einnig átt von á æskileg og langþráð samkeppni myndi opnast á bankamarkaði og í dagvöruverzlun. Með því að fara inn í Evrópusambandoð yrðum við hluti af sameiginlegri landbúnaðarstefnu og það hefði klárlega áhrif á matvælaverð hér á landi. Matvælaverð er hvergi hærra en í löndum sem liggja utan þessa markaðar það er á Íslandi, Noregi og Sviss.

Stjórnvöld hafa hingað til ekki haft burði til þess að taka þátt í fordómalausri umræðu um hvaða gjaldmiðill henti íslenskum neytendum, atvinnulífi og viðskiptaumhverfi. Í stað þess hafa þau í síbylju beint til okkar innistæðulausum klisjum. Á meðan bruna íslensk alþjóðafyrirtæki fram úr. Stöðugleiki í gjaldeyrismálum leiðir til betri afkomu fyrirtækjanna, minni kostnað og bætta afkomumöguleika. Sama gildir um heimilin í formi lægri verðbólgu og lægri vaxta. Aðrir þættir s.s. matvælaverð munu lækka vegna minni kostnaðar við innflutning, en á Íslandi er matvælaverð eitt hið hæsta í Evrópu.

Í lokin, dóttir mín kom heim um jólin eftir að hafa verið í Svíþjóð frá því í sumar. Hún skrapp út í búð hér í Grafarvoginum í gær og keypti 30 bleyjur og borgaði fyrir það 1.550 kr. Hún var slegin sakir þess að hún borgar í Svíþjóð 700 kr. fyrir 60 bleyjur. Í fullri virðingu fyrir Björgólf Thor verð ég að viðurkenna að hef meiri áhyggjur af afkomu íslenskra heimila.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo,
Eg(56) vissi ekki að Bleyju-Mal Islendinga væru enn í oleysti en frettin minnti mig á flugfreyjur Flugleida sem komu klyfjadar bleyjum frá USA; fyrir 15 arum og flugmenn með nautasteikur undir hufunni og radarvara í toskunni.
Eg vissi þa og veit enn að Spilling
er sem aldrei fyrr Stora-Malid.
Eg skora á þig Gudmundur að nota afram þinn Goða Penna.
Áfram!
Ekki hlifa "Aulum i Kerfinu".
Barattu-& Nyars-Kvedja.
Palli Kristjanss.

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt saman rétt og satt hjá þér, því miður enda íslenskir þingmenn og sveitarstjórnarkóngar
alltaf að vinna gegn hagsmunum almennings en fyrir hagsmuni fárra.
Held raunar að Ísland fari úr byggð á
næstu 20 árum fari fram sem horfir.Skil raunar ekki hvað venjulegt fólk er að gera hérna.Kennarinn, hjúkrunarkonan, bankagjaldkerinn, lögregluþjóninn.Kjörin eru svo miklu betri á Norðurlöndunum ( Ísland tilheyrir ekki Norðurlöndum).Raunar rangt gagnvart þeim að við skulum teljast í þeirra hópi. Erum frekar í hópi með Tyrkjum,Pakistönum, Kúlusúkfólki ( umgengnin )og Brasilíu.Er raunar farinn að halda að n.k. þjóðargjaldþrot gæti bætt ástandið en þá kæmi Alþjóðabankinn inn og myndi taka eitthvað til ( sorglegt að segja það en sennilega myndu aðgerðir hans minnka ójöfnuðinn svo yfirgengilegur er hann orðinn ).
Höldum samt enn í vonina en tel þó rökréttast að fyrir Íslandi fari eins og Patreksfirði, Raufarhöfn, Kópaskeri og fleiri þorpum.Eftir stendur n.k. sjóræningjaþorp þar sem blásið er á Kioto bókanir og mannréttindi.
Með kv.
Raunsær

Nafnlaus sagði...

Við inngöngu í ESB breytast ekki að neinu leyti möguleikar erlendra banka til að bjóða upp á erlend lán á Íslandi. Frjálst flæði fjármagns er hluti af EES og hvaða banki sem fær leyfi til starfsemi hér frá hendi fjármálaeftirlitsins getur boðið upp á sína þjónustu strax á morgun. Það væri auðvitað mjög góð hugmynd og kannski besta frumkvæðið í tengslum við kjarasamninga ef aðilar vinnumarkaðarins með þig í broddi fylkingar tækju upp á því að fá einhvern öflugan erlendan banka til að opna útibú á Íslandi og bjóða þar sína þjónustu. Í dag er ekkert því til fyrirstöðu.

Hvað verð á landbúnaðarvörum áhrærir er það einfaldlega okkar eigin ákvörðun hvort við viljum halda í innflutningshöftin á landbúnaðarvörum. Það hefur ekkert með það að gera hvort við göngum í ESB.

Ég tek undir með Björgólfi. Við höfum óendanlega möguleika á næstu árum og áratugum til að tengja á milli ólíkra viðskiptasvæða Evrópu, Ameríku og Asíu. Á næstu áratugum verður farið að fljúga og sigla yfir pólinn til Asíu og þá verðum við í lykilstöðu. Það væri ekki skynsamlegt að loka okkur inni í ESB með öllum þeim höftum og múrum sem því fylgir gagnvart þjóðum utan sambandsins.

Nafnlaus sagði...

Þetta er svona typiskt fyrir útlenda Íslendinga að týna eitt og eitt dæmi til að sýna mismun. En hvað borgar hún fyrir orku, húsnæði, ferðakostnað og opinber gjöld, og síðast en ekki síst hversu háa % af launum eftir skatt eyðir hún samtals í "nauðsynjar"

Það væri alvöru samanburður á raunkostnaði ef teknar eru hlutfallstölur í stað krónusamanburðar. Ég þekki fólksem búið hefur erlendis og lifað af meðallaunum, sem segir mér að það sé auðveldara að kaupa lélegri gæði erlendis heldur en hér. (við þekkjum þetta úr iðnaðarmannastéttum) en þegar við berum saman sömu eða svipuð gæði heilt yfir þá sé munurinn ekki svo mikill. Þess vegna skiptir aðildin sjálf ekki höfuðmáli heldur hvort við getum gert hlutina eins ódýrt og aðrir þó það komi niður á gæðum. Þá á líka að vera frjálst að flytja inn verkafólk á þeim launum sem það sættir sig við án afskipta verkalýðsforystunnar. Því ódýra varan er framleidd af því fólki hvar sem það býr