Í Fréttablaðiðinu í dag kemur fram á forsíðu að vinnu við frumáætlun á nýju húsnæði og deiliskipulagi Landspítalans sé nú loksins lokið og húsnæðisvandi spítalans nú er mikill. "Gríðarlega jákvæðar breytingar," segir Ingólfur Þórisson verkefnisstjóri og bætir við að á legudeildum verði einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu."
Allir sem komið hafa á Landspítalann annað hvort sjálfir sem sjúklingar eða aðstandendur, vita að þrengsli á deildum Landspítalans eru ofboðsleg. Margir sjúklingar liggja saman á stofu og oft þurfa sjúklingar jafnvel að liggja á göngum. Þetta þekki ég af eigin raun, hef þrisvar þurft að gista þar eina nótt, í öllum tilfellum var það fram á gangi, reyndar utan einu sinni þá var það á setustofunni.
Það verður að segjast eins og það er að það er ótrúlegt hversu lengi það hefur tekið að bæta úr þessum vanda. Mér hefur verið sagt að ráðherrar og háttsettir embættismenn þurfi aldrei að gista á göngum, þeir fái alltaf sérherbergi. Ef það finnst ekki á þeirri deild sem þeir liggi á þá séu þeir settir inn á einstaklingstofur á öðrum deildum. Það sé ástæðan hversu lengi þetta verk hefur tafist, þeir hafi ekki áttað sig á hinum gríðarlega vanda og haldið verkinu í nefndarleik, sem er búin að kosta okkur skattborgara hundruði milljóna kr. og tafið verkið árum saman.
"Það er enginn vafi í mínum huga að spítalinn býr á sumum deildum við húsnæðisvanda, eins og margar aðrar heilbrigðistofnanir," segir ráðherrann Guðlaugur Þór.
Ég þekki Guðlaug og trúi því að hann gangi af krafti í þetta verk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli