Það var harla einkennilegt að hlusta á umræðu margra fylgismanna fráfarandi ríkisstjórnar þegar sem þeir höfnuðu alfarið að ræða á málefnanlegan hátt um stöðu íslensks þjóðfélags á annan hátt en að allt væri hér í besta lagi. Ísland væri hin fullkomna glansmynd og þetta fólk brást reitt við ef bent væri á eitthvað sem bætur mætti fara og lagðar fram skýrslur frá viðurkenndum aðilum sem sýndu að við værum ekki á réttri leið eða gera mætti betur.
Herfilegar ófarir í Eyjabakkamáli, Fjölmiðlamáli og Eftirlaunafrumvarpi. Þessa daga er verið að fjalla um ráðningar 9 sendiherra. Þjóðin stóð undrandi og horfði á þegar helstu gæðingum var sópað inn í efstu þrep embættismannakerfisins og m.a. gerðir að sendiherrum. Nú er komið fram, eins og reyndar alþjóð benti á þegar þessir makalausu gjörningar stóðu yfir, að við hefðum ekkert með þessa menn að gera. En það var reynt að búa til pláss með því að hækka embættismenn í tign og þeim svo sagt upp daginn eftir. Þetta var aðferð til þess að skapa viðkomandi „viðunandi“ eftirlaun, sem voru reyndar hærri en viðkomandi hafði haft og fá hann til þess að hætta svo nýir sendirhherrar hefðiu eitthvað gera.
Maður er eitthvað svo óendanlega gáttaður á hvaða plani þessir menn eru á. Hvað þeir rígsperrtir buðu þjóðinni upp á. Engin þorir að tala undir nafni um þessi mál af ótta við hefndir.
Fráfarandi ríkisstjórn tókst ekki að skapa sama stöðugleika verðlags og velferðar hér á landi og er í samkeppnislöndum okkar. Nú er unnið að því hörðum höndum að stuðla að því að verðbólga festist ekki í háum tölum og að koma vöxtum í svipað horf og annarsstaðar. Góð staða þjóðarbúsins er að stærstum hluta til reist á gífurlegri veltu sem skapaðist af miklum viðskiptahalla og olli miklum skatttekjum. Auk þess af sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Hvik staða efnahagslífsins getur leitt yfir okkur geysilegan vanda og erfið ár.
1 ummæli:
Halló Guðmundur!
"Maður er eitthvað svo óendanlega gáttaður á hvaða plani þessir menn eru á. Hvað þeir rígsperrtir buðu þjóðinni upp á. Engin þorir að tala undir nafni um þessi mál af ótta við hefndir."
Ég(56), er ekki gáttaður.
"Níu litlir sendiherrar", voru sannanlega í "Ná-Hirð" þeira "HÁ&DO".
Þetta heitir á "Út-íslensku GJÖR-SPILLING".
"Ná_Her BíBí&DO", vinnur skipulega að því að ljúga að Heiminum.
Ég veit að einn "Herrann", gat ekki rekið Sjoppu með 1000% álagningu.
Ég hef áhyggjur af íslenskum(80%) kjósendum, sem eru skíthræddir við "Refsi-Vönd Atvinnu-Lífsins".
Baráttu Kveðja.
Páll Björgvin Kristjánsson
Skrifa ummæli