sunnudagur, 30. nóvember 2008
Hækkun vaxtabóta
Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa markvist aukið ójöfnuð í landinu með því að láta skerðingarmörk sitja kyrr í hækkandi verðlagi, þannig að þeir sem minnst hafa fengu ennþá minna.
Í þessu sambandi má t.d. benda á hvernig stjórnvöld nýttu sér hækkun fasteignaverðs milli áranna 2004 og 2005 til þess að skerða vaxtabætur um nokkra milljarða. Þessi skerðing bitnaði fyrst og fremst á lág – og millitekjufólki og þá sérstaklega ungu fólki með erfiða greiðslubyrði.
Hvernig fóru stjórnvöld að þessu, jú þau þau létu eignastuðul ekki fylgja verðlagi. Eignastuðlar voru eftir mikinn eftirgang ASÍ hækkaðir fyrir ári síðan, en fjármálaráðherra sveik loforð sín og hækkað eignastuðla einungis um 25% í stað, þess að þeir þurftu að hækka um 83% svo ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu stæðu í óbreyttri stöðu.
Aðgerðir fjármálaráðherra hafa leitt til þess að vaxtabætur margra ungra fjölskyldna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafa nánast horfið. Þessa dagana er vaxandi fjöldi eigna að fara nauðungaruppboð.
Ef stjórnvöld ætla að gera eitthvað fyrir skuldsettar fjölskyldur, sem því miður virðist vera takmarkaður áhuga á, verða þau að færa vaxtabæturnar strax að minnsta kosti í fyrra horf.
Með lagfæringu á vaxtabótakerfinu er komið beint að þeim sem sitja í erfiðustu vandamálunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Í Silfri Egils í dag kom fram að útreikningur vísitölu til verðtryggingar er röng. Þessu er ég sammála. Í því árferði sem er í dag get ég ekki séð réttlætingu í þeim drápsklyfjum sem er verið að leggja á þá sem tóku verðtryggð lán á síðustu 3 árum. Þessi lán voru í boði Íbúðalánasjóðs og viðskiptabanka fólksins. Hækkun vaxtabóta breytir ekki þeirri staðreynd að margt fólk skuldar miklu meira en það getur selt eignina á og mun að lokum hætta að borga og ganga út úr íbúðunum. Og fara til útlanda til að leita betri kjara. Og losnar þá við það skrímsli sem heitir "Verðtrygging lána".
Þetta vandamál væri ekki til staðar í ESB
Vaxtabætur geta ekki komið í veg fyrir það hrópandi óréttlæti sem verðtryggingin skapar! Það að ætla hækka verðbætur er ekki lausn. Það er ódýr friðþæging sem engu skilar nema að slá ryki í augu almennings tímabundið! Það er til marks um getuleysi að benda á vaxtabætur sem lausn! Nú óska ég þess að samfylkingarfólk sem ég kaus áður hætti að nota verðtrygginguna sem hræðsluáróður inn ESB! Það þarf ekki svoleiðis pólítík ... Fólk mun kjósa um aðild að ESB og þó ég sé því fylgjandi má ekki nota ótréttlæti eins og verðtryggingu til að réttlæta meðalið!
Farðu nú sem verkalýðsforkólfur að berjast fyrir réttlæti!
Þú hefur alla burði til þess!
Elísabet
Hvaða trygging er fyrir því að verðtryggingu verði ekki haldið áfram þó gengið sé í ESB?
Er verðtrygging bönnuð í ESB?
Er hægt að treysta þeim, sem ríghéldu í verðtryggingu þegar verðbólga var sama og engin árum saman, til að afnema hana bara af því gengið sé í ESB?
Vinsamlegast ljúkið upp augunum, þið vélarar með velferð samborgara ykkar!
Þetta kerfi verðtryggingar mun ganga af földa fólks dauðu, en allt og sumt sem þið leggið til málanna er að íbúðalánasjóður fari á hausinn ef verðtrygging verði afnumin, jafnvel tímabundið. Má eg þá heldur biðja um gjaldþrota íbúðalánasjóð. Svo byggjum við nýtt kerfi.
Ég er sammála þessu Guðmundur. Hækkun vaxtabóta myndi vera til bóta. Afnám verðtryggingar virðist ekki líklegt á næstunni.
Hins vegar finnst mér skrítið hve lítið er rætt um breytingar á skattakerfinu. Það er eitt öflugasta tækið okkar til að minnka ójöfnuðinn, sem hefur auðvitað stóraukist síðustu ár. Sjá t.d. ítrekaðar úttektir Stefáns Ólafssonar, prófessors. Skattbyrðar á lág- og millitekjufólk hefur stórhækkað siðustu ár.
Það þarf að setja á hátekjuskatt aftur, hækka fjármagnstekjuskattinn og stórhækka skattleysismörkin.
-Allt leiðir til að létta byrðarnar á þeim lægst launuðu, á kostnað þeirra tekjuhæstu. Nóg hefur sá hópur grætt síðustu ár, kominn tími til að greiða meira til baka. Myndi dempa skellinn fyrir marga.
Þetta er forgangsatriði að mínu mati og þarf að gera hið fyrsta.
hefðu ekki vaxtabæturnar ýkt ennþá frekar kaupmáttarmat bankanna þannig að þeir hefðu getað réttlætt fyrir sér að lána nær hverjum sem var, fjárhæðir sem þýddu drápsklyfjar til jafnvel 40 ár.
kv. arnór s.
Skrifa ummæli