miðvikudagur, 19. desember 2007

Rafkonur með hærri laun en rafkarlar

Vegna frétta undanfarinn sólarhirng um að Akureyri sé fyrst til þess að ná jafnrétti í launum, þá stenst ég ekki að birta niðurstöður könnunar sem Capacent gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið um laun félagsmanna. Capacent gerði könnun í sept 2006 og svo aftur í ág. 2007.

Umtalsverð fjölgun hefur verið í Rafiðnaðarsambandinu á undanförnum misserum ein so görðum stéttarfélögum á almennum markaði. Einnig fjölgar þeim sem eru að ljúka sveinsprófum verulega. Rafiðnaðarmenn eru í dag um 6000 þar af eru 13% þeirra konur.

Ef við tökum rafiðnaðarmenn með sveinspróf eða meira og berum saman laun kynjana kemur í ljós að rafkonur eru með 2.6% hærri laun en rafkarlar.

Regluleg laun ág. 07
Rafkarlar 337 þús. kr.
Rafkonur 352 þús. kr.

Mismunur er 18% rafkonum í hag.

Í þessu sambandi er ástæða að geta þess að það eru engar konur í ákvæðisvinnu. Dagvinnutaxtar í ákvæðisvinnu er í lægri kantinum, en þegar verkin eru gerð upp og það leiðir einfaldlega til þess að bónusinn verður hærri sem svo aftur veldur því að daglaunamunur leiðréttist við heildaruppgjör.

Ef heildarvinnutími er skoðaður staðfestist það sem áður hefur komið fram í könnunum innan RSÍ, að rafkarlar skila að jafnaði lengri vinnudegi en konur.

Heildarvinnust. ág. 2007
Rafkarlar 192,2 tímar
Rafkonur 177,1 tímar


Heildarlaun
Rafkarlar 409 þús. kr.
Rafkonur 399 þús. kr.

Meðaltímalaun
Rafkarlar 2.032 kr.
Rafkonur 2.085.
Mismunur er 2.6% rafkonum í hag

Rafkarlar skila að meðaltali 10 vinnustundum lengri vinnumánuði. Heildarvinnustundir rafiðnaðarmanna í september voru að meðaltali 199,3 stundir og meðalvinnuvika er 46,03 stundir.

Ef bæði kynin hefðu unnið jafnan tíma hefðu karlarnir haft 404.978 kr. í laun fyrir septembermánuð en konurnar 415.541 kr. Raunmunur á launum er því sá að rafkomnur eru með 2.6% hærri laun er rafkarlar

Í öllum launakönnunum sem starfsmenn RSÍ hafa gert í gegnum árin hefur komið fram að það væri engin launamunur milli rafkvenna og rafkarla.

Í öllum tilfellum er um að ræða rafiðnaðarmenn í fullu starfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...og hvað eru menn hjá Rafiðnaðarsambandinu að gera til að leiðrétta þennan mun?