mánudagur, 24. desember 2007

Reglur refskákarinnar

Ungur maður sótti um starf. Nefnd sem hefur það hlutverk að meta umsækjendur komst að þeirri niðurstöðu að þrír aðrir hefðu meiri reynslu en hinn ungi maður. Forsvarsmenn Flokksins hafa undanfarin 12 ár vanist því að fara í einu og öllu eftir því sem einn maður sagði þeim og samkvæmt því fannst þeim að þeir ætti ekki að fara að niðurstöðu nefndarinnar og skipuðu unga manninn í starfið.

Almenningur og nefndarmenn bentu á þetta væri fordæmalaust. Eftir niðurstöðu nefndarinnar hefði hingað til verið farið. Varðhundar valdsins þoldu ekki frekar enn fyrri daginn að ákvarðanir þeirra væru dregnar í efa, almenningur á ekkert með að skipta sér af því sem við gerum. Samkvæmt sínum eðlislæga einkennilega skilning túlkuðu þeir þetta sem aðför að unga manninum og drógu hann inn í umræðuna. Engin hafði gagnrýnt unga manninn einungis bent á að rök ráðherra væru fáránleg endaleysa og valdníðsla. Þetta skildu varðhundar valdsins alls ekki og hóta þeim sem mótmæla meiðyrðamálum, enda hafa þeir sveigt þær dómstöður inn á sínar brautir.

Ég er viss um að ungi maðurinn hefði unað niðurstöðu nefndarinnar og leitað sér meiri reynslu. Enda er hann ekkert öðruvísi enn annað ungt fólk sem er að læra í lífsins skóla. Hvorki honum né öðrum er greiði gerður með því að vera tekinn út fyrir sviga. Nú er hann fyrir tilstilli varðhundanna orðin að bitbeini og helsta umræðuefni landsmanna. Og staksteinar fara dag eftir dag með þvílikt rugl, ja hérna.

Birti í þessu tilefni Reglur refskákarinnar:

Studdist við bókina The 48 laws of Power eftir Robert Greene. En það er rétt sem kemur fram í athugasemd við þennan pistil að þetta er í anda Sun Tzu (Art of War) (gg. þessi aths. sett inn 25.12.)

Skyggðu aldrei á yfirmann þinn
Leyfðu yfirmönnum þínum ætíð vera í þægilegri stöðu drottnarans. Þó þú viljir ná athygli þeirra, ekki ganga of langt í því að opinbera hæfileika þína. Það getur leitt til hins gagnstæða – vakið ótta og óöryggi. Láttu yfirboðara þína virðast færari en þeir eru og þú munt ná til þín völdum.

Settu aldrei of mikið traust á vini þína. Lærðu að nýta þér óvini þína
Vertu á varðbergi gagnvart vinum þínum – þeir munu fyrr svíkja þig, því öfund þeirra er auðveldlega vakin. Þeir verða einnig spilltir og einráðir. Þú skalt frekar ráða fyrrverandi óvin þinn og hann verður þér traustari en vinur. Sakir þess að hann þarf frekar að sanna sig. Staðreyndin er sú að þú þarft meir að óttast vini þína en óvini. Ef þú átt enga óvini, finndu leið til þess að verða þér út um nokkra.

Leyndu fyrirætlunun þínum.
Haltu fólki óöruggu og óupplýstu með því að gefa aldrei upp ástæður gerða þina. Ef það hefur ekki hugmynd um að hverju þú stefnir, geta þeir ekki undirbúið varnir sínar. Leiddu fólk nægilega langt í villu síns vegar, villtu þeim sýn, þegar þeir uppgötva fyrirætlanir þínar, verður það of seint.

Segðu ætíð minna en nauðsynlegt er
Þegar þú reynir að hafa áhrif á fólk í umræðu, því meir sem þú talar, þeim mun almennari virðist þekking þín og minni sjálfstjórn. Jafnvel þó þú sért að fjalla um eitthverja lágkúru, getur það virst í lagi, ef þú gerir það óljóst, opið og tignarlega. Valdamikið fólk nær áhrifum og kúgað með því að segja sem minnst. Því lengur sem þú talar, eru meiri líkur til þess að þú segir eitthvað rangt.

Það er svo margt sem byggist á orðstý – gættu hans umfram allt.
Orðstýr er hornsteinn valda. Með orðstý einum getur þú kúgað og unnið, en þegar hans missir ertu varnarlaus og munnt sitja undir árásum frá öllum hliðum. Gerðu orðstý þinn óaðgegnilegan. Vertu ætíð viðbúin mögulegum árásum og hindraðu þær áður en þær skella á. Á meðan skalltu finna leiðir til þess að eyða óvinum þínum með því að gera orðstý þeirra tortryggilegan. Stattu síðan álengdar á meðan almennt álit aflífar þá.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Sæktust eftir athygli með öllum ráðum.
Allt er metið í ljósi þess hvernig það sést, hið ósýnilega hlýtur aldrei dóm. Ekki týnast í fjöldanum, eða grafinn í gleymskuna. Stattu upp úr. Neyttu allra ráða til þess að vera áberandi. Dragðu til þín athyglin með því að koma fram sem stærri, litríkari og dularfyllri en bragðlítill og óframfærin fjöldinn.

Láttu aðra sinna störfum þínum, en gættu þess að fá þakkirnar.
Nýttu þér gáfur, þekkingu og vinnu annarra til þess að ná fram málstað þínum. Það mun ekki einungis spara þær dýrmætan tíma og orku, það mun skapa þér guðumlíka ímynd afkasta og vinnuhraða. Að lokum verða aðstoðarmennirnir gleymdir en þú skráður á spjöld sögunnar. Framkvæmdu aldrei það sem aðrir geta gert fyrir þig.

Fáðu aðra til þess að koma til þín – notaðu agn ef með þarf.
Ef þú þvingar annan til einhvers, gættu þess að það ert þú sem stjórnar. Það er ætíð betra að fá andstæðing þinn til þess að koma til þín, yfirgefa sínar eigin áætlanir. Blekktu hann með miklum ávinning – gerðu svo árás. Þú ert með spilin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður pistill í anda Sun Tzu (Art of War)