fimmtudagur, 6. desember 2007

Ríkistjórnin með allt niðrum sig í málefnum öryrkja


Það er búið að liggja fyrir í 3 ár að lífeyrissjóðirnir verði að lagfæra bótakerfið sitt til þess að fullnægja lögum. Um það hefur verið ítrekað fjallað í fjölmiðlum og á Alþingi. Meðal annars af þingmanninum Jóhönnu Sigurðardóttur þ. 16 október 2006 á hæstvirtu Alþingi í umræðum um þetta mál, þá sagði þingmaðurinn meðal annars „Ríkisstjórnin hefur oft hlunfarið örykja og þeir hafa þurft að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.“

Lífeyrissjóðirnir frestuðu málinu í rúmt ár til þess að ríkisstjórnin hefði tíma til þess að taka á málinu.

Þann 5. desember 2007 kemur eftirfarandi fram frá félagsmálaráðuneytinu „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki gefið ráðherra neitt færi á að leita lausna. Þeir tóku sína ákvörðun og ríkið verður að vinna eftir lögum og reglum sem gilda," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra!!

Í mörg ár hefur verkalýðshreyfingin krafist þess að stjórnvöld taki krumlu sína úr vasa öryrkja og ellilífeyrisþega og hætti að hrifsa til sín 40% af bótum sem koma frá lífeyrissjóðunum. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa skipulega beitt þessum hóp miklum órétti með víxlverkun skerðinga og haldið þeim í fátæktargildru.

Í gær kynntu ráðherrar að þeir ætluðu að minnka þennan fjárdrátt um nokkra milljarða, loksins.
Meir um þetta í næstu færslu.

2 ummæli:

Jón Garðar sagði...

Já, hvar er beinið sem á að vera í nefinu á Jóhönnu? - manni er nú farið að lengja svolítið eftir því.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega, Guðmundur. Ekki hægt að orða þetta betur. Furðulegt hvernig ákveðnum demagogum líðst stöðugt að gera lífeyrissjóði almennings að blórabögglum fyrir eigin slóðaskap. Maður hefði trúað þessu upp á framsóknarmenn en ekki Jóhönnu.