fimmtudagur, 20. desember 2007

Staksteinn upplýsir okkur um fákunnáttu sína í efnahagsmálum

Í Staksteinum dagsins er enn einu sinni reynt að gera lítið úr Stefán Ólafssyni prófessor. En eins og lesendur vita þá vann hann það sér til saka að benda á að sú frjálshyggjustefna sem stjórnvöld hafa unnið eftir undarinn áratug hafi skilað meiri auð til hinna ríku en hinir lakast settu séu í verri stöðu.

Stefán hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti hvernig skattastefna frjálshyggjunnar hefur lækkað stöðu þeirra sem minnst mega sín, sem hefur falist í því að fella niður hátekjuskatt og síðan flata lækkun á tekjuskatt, og lágum fjármagnstekjuskatt hafi skilað miklum skattaafslætti til tekjuháa hópsins, en í litlu sem engu til tekjulægsta hópsins. Þar sem svo hlutfallslega lítill hluti tekna þeirra liggi fyrir ofan skattleysismörk. Til þess að tryggja að þessi hópur hafi það nú örugglega nógu slæmt hefur frjálshyggjan að auki látið skerðingarmörk sitja eftir í verðlagsþróun, þannig að óbeinir skattar þess hópa hafa vaxið á sama tíma.

Málsvarar frjálshyggjunnar hafa skrifað raðgreinar í fjölmiðla þar sem þeir sverja þetta af sér og reyna með öllum hugsanlegum hætti að fela efnahagstefnu sína. Þessari stefnu fylgja Staksteinar dyggilega með því að snúa því upp hvort Stefáni líði betur núna eftir að nokkir auðmenn eru búnir að tapa umtalsverðu fjármangi á falli verðbréfa. Hvers lags máflutningur er þetta? Þvílík lágkúra.

Þetta er svo fjarri því það sem Stefán hefur verið að fjalla um, það vita þeir sem skilja þó ekki væri nema pínulítið í efnhagsstjórn og kunna margföldunartöfluna upp í 10. Staksteinn er greinilega ekki í þeim hóp. Það væri hugsanleg skýring að hann sé blindaður af pólitísku ofstæki.

Þetta er á sama plani og þegar Ísland stóð í efsta sæti í lífsgæðum nýverið, varð það til þess að málsvarar frjálshyggjunar reyndu að leggja það út á þann veg að það væri sakir þess að við stæðum utan ESB. Þetta er svona álíka fjarstæðukennt og að þeir sem standa í smákökubakstri þessa dagana reyndu að nota lofvog til þess að mæla hveitið í kökurnar.
n upplýsir hversu illa að sér hann er í efnahagsmálum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ég(56), er þér 100% sammála.
Ég tel að Þú sért Öflugasti Talsmaður Verka-Fólks á Íslandi í Dag.
Völd,AA(aular alþingis), "Good By".
Há-Karlar, Framkvæmda-Valdsins, verða að skilja að Partý þeirra "HÁ&DO", er búið og Orusta býður Almennings!
Orða-skýring, "Há&DO", er ...How...do you..do...?
Kveðja,
Palli Kristjánss.